Vel skipulegt 154,7fm einbýlishús á þremur hæðum með fallegum suð/vestur garði / verönd með heitum potti. Eignin skiptist í : forstofu, baðherbergi, þrjár stofur, eldhús, 5 svefnherbergi, þvottahús, geymslu og stórt fataherbergri/geymslu. Fallegt einbýli i gamla bænum. í Hafnarfirði.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik í síma 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is
NÁNARI LÝSING :
MIÐHÆÐ : Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Nýlega standsett baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni, innréttingu við vask, flísar á gólfi og veggjum. Þrjár samliggjandi stofur, parket á gólfi, útgengt á verönd úr eldhúsi. Eldhús með snyrtilegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, parket á gólfi. Eldhús er opið við borðstofu að hluta. Fallegur afgirtur garður / verönd með heitum potti og fjölbreyttum gróðri. RISHÆÐ : Komið er upp á gang með parketi gólfi. Fjögur svefnherbergi með parketi á gólfi. Gott hjónaherbergi með parketi á gólfi, gluggar á tvo vegu. KJALLARI : Frá eldhúsi er stigi niður í kjallarann. Komið er niður í þvotthús með lökkuðu gólfi og útgengi út í garð. Stór geymsla með lökkuðu gólfi og önnur minni geymsla. Hljóðeinangrandi gler er í gluggum sem snúa að götu. Skv. upplýsingum fyrri eigenda var heitaveitulögn endurnýjuð út í götu 2009 og frárennslislagnir voru endurnýjaðar 2011 og lagt í pvc.
Fallegt og vel skipulagt hús í göngufæri við Hellisgerði og miðbæinn.
Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hið selda í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á hinu selda og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar og til að afla sér upplýsinga um skipulag, byggingarleyfi, byggingarleyfis- og gatnagerðargjöld, skipulagsgjöld, ábyrgðir byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt úttektum og öðrum gögnum varðandi eignina hjá skipulags- og
byggingaryfirvöldum. Kaupverð tekur mið af ástandi hins selda sem selst í því ástandi sem hið selda var í við nákvæma skoðun kaupanda og athugun hjá opinberum aðilum og hann sættir sig við að öllu leyti.''
Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 09/04/2014 | 31.900.000 kr. | 30.261.000 kr. | 154.7 m2 | 195.610 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
220 | 125.5 | 81,9 | ||
220 | 154.7 | 79,9 | ||
220 | 121.5 | 79,9 | ||
220 | 127.2 | 78,9 | ||
220 | 98.7 | 79,9 |