Fasteignasalan TORG kynnir Hófgerði 19 Kópavogi. Einstaklega sjarmerandi 148,1fm. einbýli á einni hæð ásamt 23,8fm. bílskúr samtals 171,9fm. Eignin samanstendur af eldra húsi sem byggt var um 1959 og viðbyggingu og bílskúr sem byggð voru á árunum 1975-77. Húsið hefur fengið gott viðhald á síðustu árum, ss þak á viðbyggingu er nýlega endurnýjað ásamt rennum, þakkanti og loft í tengibyggingu voru hækkuð. og þak endurnýjað. Baðherbergi er endurnýjað á smekklegan hátt 2018. Á síðasta ári voru loft í alrými, hjónaherbegi og anddyri / holi klædd hljóðdúk með innfeldri lýsingog, skipt var um gólfefni á öllum rýmum nema votrýmum Góður garður með sólpalli til suðurs og aflokaður garður til norð/vesturs. 3 svefnherbergi möguleiki á að fjölga þeim. Aukin lofthæð í alrými. Samræmd gólfefni, fallegt Vinyl parket.
Allar frekari uppl.um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir lgf. lilja@fstorg.is eða í 663-0464Nánari lýsing: Komið er inn í rúmgott anddyri / hol með flísum á gólfi, fataskáp og mikilli lofthæð, hljóðdúkur og ynnfeld lýsing eru í loft, þaðan er gengið inn í önnur rými í húsinu. á gólfi eru flísar og vínyl parket, gólfhti er undir flísum.
Alrými: stofa, eldhús, borðstofa eru í nýrri hluta hússins, mikil lofthæð, hljóðdúkur og innfeld lýsing, vínyl parket er á gólfi.
Eldhús: með eldri innréttingu, sem hefur fengið ''andlitslyftingu'' innrétting var plastlögð með svartri plastfilmu með viðaráferð, flísar eru á milli efri og neðri skápa. Stór eyja með gas helluborði og nýlegum gufugleypi sem fellur ofan í borð, bakarofn er í vinnu hæð. Eldhúsbekkir eru dökk gráir plast lagðir, vaskur er svartur. Út gengi er í lokaðan n/v garð frá eldhúsi, þar hefur verið komið fyrir lögnum fyrir heitan pott. Stofan er rúmgóð, með gluggum til norðurs og suðurs. Frá stofu er gengið út á sólpall til suðurs. Vínyl parket er á öllu rýminu.
Baðherbergi Á vinstri hönd frá holinu er baðherbergi með skúffu innréttingu á vegg, vaskur stendur ofan á borðplötu með háum blöndunartækjum ‘’Walk-in’’ sturta er með gler skilrúmi og innbyggðum blöndunartækjum. Vegg hengt salerni. Gólf er flísalagt og þar er gólfhiti, hluti veggja er flísalagður og stórir speglar klæða hluta veggja. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Hjónaherbergi: Gengt baðherbergi er stórt svefnherbergi sem á teikningu er skipt upp í tvö tvö herbergi, góður fataskápur er í herberginu og nóg pláss fyrir fleyri fataskápa, vínyl parket á gólfi.
Svefnherbergi: á vinstri hönd er svefnherbergi með fataskáp á einn vegg, á gólfi er vínyl parketi.
Frá holi er gengið í eldri hluta hússins í rými sem í dag er nýtt sem setustofa, gólfefni er vinyl parket.
Svefnherbergi: á hægri hönd frá holi er stórt svefnherbergi með Vinyl parketi á gólfi. Auðvelt er að bæta við fjórða svefnherberginu.
Þvottahús: Á vinstri hönd er þvottahús með út gengi á lóð, gólf er flísalagt. Möguleiki er á að gera annað baðherbergi í þvotthaús rýminu.
Frá holi er gengið í alrými sem er í nýrri hluti hússins þar er mikil lofthæð á einhallandi lofti sem er klætt hljóðdúk.,gluggar á tvo vegu.. Í alrými er eldhús, borðstofa og stofa.
Gólfefni á alrými er vinyl parket.
Bílskúr og geymsla: Bílskúr er í dag nýttur sem vinnuaðstaða, gluggi snýr að baklóðinni. Geymslu var bætt við framan við bílskúr af núverandi eiganda og er hún opin inn í bílskúrinn, frá geymslu er útgengi á baklóð. Búið er að leggja vatnslagnir fyrir heitan pott inn á baklóð. Nýlega var bílskúr, geymsla og norðurhlið viðbyggingar klæddur með hvítu bárujárni og skipt var um þak á nýrra húsinu, og þak eldra hússins var málað, þakkantur endurnýjaður að hluta og málaður, rennur endurnýjaðar.
Allar frekari uppl. um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir lgf. lilja@fstorg.is eða í 663-0464Niðurlag: Frábært fjölskyldu hús á góðum stað í Vesturbæ Kópavogs, stutt í alla almenna þjónustu, skóla, sundlaug og fl.