Fasteignaleitin
Skráð 28. maí 2024
Deila eign
Deila

Snorrabraut 61

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
348.3 m2
15 Herb.
13 Svefnh.
8 Baðherb.
Verð
1 kr.
Fasteignamat
91.550.000 kr.
Brunabótamat
151.650.000 kr.
EK
Elísabet Kvaran
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1938
Garður
Fasteignanúmer
2011936
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Svalir
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Kaupstaður fasteignasala, kynnir til sölu Snorrabraut 61. Eignin er skráð 348,3 fm að stærð og sl. 30 ár hefur Gistiheimilið Snorri verið rekið í húseigninni. Í dag eru 13 svefnherbergi í eigninni, þrjú eins manna herbergi, þrjú tveggja manna herbergi, tvö fjölskylduherbergi, þrjú tveggja manna herbergi með sér baðherbergi, eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi og eitt herbergi sem notað hefur verið fyrir starfsfólk og hægt að breyta í tveggja manna herbergi (með sér baðherbergi). Einnig eru fjögur sameiginleg baðherbergi/WC og eitt sturtuherbergi með tveimur sturtum. Mögulegt að útbúa sameiginleg WC hjá setustofu. Á annari hæð er rúmgóð setustofa með píanó og skrifstofa/móttaka. Á jarðhæð er fullbúið eldhús, stór matsalur, gott þvottaherbergi, kæligeymsla og birgðageymslur o.fl.. Inngangar í húsið eru á annarri hæð frá Snorrabraut og Flókagötu en einnig eru inngangar inn á fyrsti hæð hússins um garðinn frá Auðarstræti. Frí bílastæði er allt í kringum húsið og nágrenni.


Gistiheimilið er í fullum rekstri með öll tilskilin leyfi. Möguleiki hvort heldur sem er að kaupa húseignina staka eða einkahlutafélagið sem á fasteignina og rekur gistiheimilið.

Hér er hægt að skoða myndir og umsagnir viðskiptavina á Booking.com

Snorris Guesthouse er með mjög gott ratings /review á Booking, 8,6 - 8,7.

Mikil uppbygging á sér stað í nágrenninu og á skipulagi er gert ráð fyrir að gera torg yfir Miklubraut sem kemur til með að tengja Norðurmýri, Valshverfið, Hlíðar og Þingholt saman með fallegu torgi, Miklatorgi. Á skipulaginu verður Snorrabraut útbúin sem hjóla- og göngustígur með létta borgarlínu. Snorrabraut verður gerð einföld bílagata í báðar áttir og munu þessar breytingar gera Snorrabraut fólksvænni og að enn stærri hluta miðborgarinnar.

Nánari lýsing:
Á annarri hæð er skrifstofa, starfsmannaherbergi, móttaka/setustofa með píanói og tvö tveggja manna herbergi með sér baðherbergi hvort. Setustofan er rúmgóð og björt, með gluggum á tvo vegu, útihurð og steinteppi á gólfi. Inn af setustofu er rúmgott herbergi sem nýtt hefur verið fyrir starfsmenn og þar eru gluggar á tvo vegu, ágætir fataskápar og handlaug og væri herbergið einnig gott sem gestaherbergi. Á gólfi er parket. Frá setustofu / móttöku er gengið inn í skála þar sem eru tvö gestaherbergi sem bæði eru með sér baðherbergi innan rýmis. Á gólfi er parket. Aðalinngangur gesta er inn í anddyri á annarri hæð.
Á þriðju hæð eru fjögur herbergi, línskápur, ræstiskápur með vaski og nýlega uppgert baðherbergi. Þrjú herbergjanna eru afar rúmgóð og eru þau öll með gluggum á tvo vegu. Innan eins herbergis er sér baðherbergi þar sem eru flísar á gólfi og á veggjum, falleg innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn, sturtuklefi og gluggi með opnanlegu fagi. Í öllum herbergjum er parket á gólfum utan fyrrgreinds baðherbergis þar sem eru flísar. Á hæðinni er línskápur, ræstiskápur með vaski og sameiginlegt baðherbergi þar sem eru flísar á gólfi og veggjum, falleg innrétting, handklæðaofn, sturtuklefi og gluggi með opnanlegu fagi.
Á fjórðu hæð (rishæð) eru fjögur svefnherbergi og sameiginlegt baðherbergi. Öll herbergin eru að hluta til undir súð og nýtanlegir fermetrar því fleiri en birt stærð segir til um. Baðherbergi er haganlega innréttað með fallegri innréttingu, vegghengdu wc, nýlegum handklæðaofni og flísalögðum sturtuklefa. Á gólfi og á veggjum eru flísar. Fyrir ofan rishæð er ágætt geymsluloft.
Á fyrsti hæð (jarðhæð) eru tvö gestaherbergi, eitt minna og annað stærra, þrjú baðherbergi, eitt sturtuherbergi með tveimur sturtum, geymslur, þvottahús, eldhús og matsalur. Eldhús er rúmgott og vel tækjum búið og frá matsal er útgengt á hellulagða verönd og út í fallegan garð. Á gólfi í eldhúsi og í matsal eru flísar. Hægt er að opna stóra samlokuhurð úr eldhúsi út á verönd og garð. Einfalt væri að gera glerhýsi yfir verönd þar sem þegar er búið að steypa upp veggi um veröldina.

Húsið hefur sl. 30 ár verið nýtt undir rekstur Gistiheimilisins Snorra og leyfi fyrir slíkum rekstri til staðar. Miklar skorður og takmarkanir hafa verið settar við að opna ný hótel og gistiheimilis í miðbæ Reykjavíkur.

Frábært tækifæri til að eignast Gistiheimili með mikla tekju- og nýtingar möguleika í hjarta Reykjavíkur.

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/05/202279.450.000 kr.190.000.000 kr.348.3 m2545.506 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin