Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Rúmgott einbýlishús á tveimur hæðum með 70 fm bílskúr á grónum stað í Keflavík.
Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum, byggt 1959 ásamt stórum bílskúr, byggður 2010 og skiptist í:
*Jarðhæð 70 fm (Forstofa, baðherbergi (fokhelt), hol, þvottahús, eldhús, borðstofa, stofa og stigi upp á efri hæð).
*Efri hæð 50 fm (Þrjú svefnherbergi, hjónasvítan með fataherbergi, baðherbergi með hornbaðkari og hol).
*Bílskúr 70 fm (Rafdrifin hurð, mikil lofthæð, milliloft yfir u.þ.b. helming af bílskúrnum).
Húsið hefur fengið miklar endurbætur síðustu árin og liggur vel fyrir hvað er búið og hvað þarf að til að klára endurbætur.
Það sem er búið að gera:
*Endurnýja gólfefni á allri efri hæð - 2024.
*Nýjar innihiurðar - 2024.
*Skipulagi á efri hæð breytt úr 4 svefnherbergjum í 3 og þar af hjónaherbergið gert með fataherbergi - 2024.
*Baðherbergi efri hæð flísalagt, settur gólfhiti og skipt um lagnir fyrir vatn - 2018.
*Ný innrétting og blöndunartæki á baðherb efri hæðar - 2025.
*Þak var endurnýjað u.þ.b. - 2010.
*Gluggar voru endurnýjaðir að hluta, settir plastgluggar - 2015.
*Milliloft í bílskúr sett upp - 2025.
*Möl í bílaplan - 2025.
*Parket fyrir neðan stiga á holi - 2023.
*Opnað milli eldhús og borðstofu, uppsetningu á eldhúsi breytt og ný borðplata ásamt vask og blöndunartækjum - 2020.
*Baðherbergi á neðri hæð gert fokhelt og tilbúið í að endurnýja lagnir og hefja endurnýjun - 2025.
*Nýjir rafmagnsvírar dregnir í allt í neðri hæð - 2025.
*Gluggakistur steyptar í stofu og borðstofu - 2025.
*Ljósleiðari er í húsinu.
*Garður bakvið hús grafinn upp og klár fyrir uppbyggingu - 2025.
*Varðandi ofnalagnir þá eru þær ekki upprunalegar, eru mest megnis utanáliggjandi og búið að skipt um ofna að mestu leyti einhvern tímann.+
*Búið að yfirfara hitaveitugrind og skipta um þrýstijafnara og nýlega skipt um ofnalagnir í stofu.
*Gólfhiti er svo í eldhúsi, baðherbergi uppi og forstofu.
*Frárennslislagnir eru pvc plast, búið að endurnýja.
Það sem er eftir að gera:
*Skipta um 3 glugga á efri hæð og 1 glugga á neðri hæð.
*Baðherbergi á neðri hæð.
*Gólfefni í stofu og borðstofu.
*Draga í rafmagnsvíra á efri hæð.
*Setja teppi eða parket í stiga.
*Þyrfti að múra og mála hús að utan.
*Klæða loft að innan í bílskúr.
*Yfirfara eða skipta um útidyr.
Virkilega gott fjölskylduhús með mikla möguleika, vel staðsett með stutt í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Öll helsta þjónusta í göngufæri.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali.
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.