Fasteignaleitin
Skráð 17. maí 2025
Deila eign
Deila

Öldugata 13

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
227.2 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
139.700.000 kr.
Brunabótamat
90.300.000 kr.
ÞS
Þórir Skarphéðinsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1928
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2001906
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Ástand ekki vitað
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
endurnýjað að hluta
Þak
endurnýjað að hluta
Svalir
Verönd
Upphitun
Hitaaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Í fasteignayfirliti frá HMS er eignin skráð 171 fm auk sameignar sem nemur 56,2 fm. Þar sem um er að ræða einbýlishús bætist sameignarhlutinn við grunnstærð og er rétt stærð hússins því 227,2 fm.
Betri Stofan fasteignasala og Þórir Skarphéðinsson lögmaður og lgfs, sími 844-9591 - thorir@betristofan.is, kynna:
Öldugata 13, einstaklega glæsilegt, vel skipulagt og mjög mikið endurnýjað tæplega 230 fermetra einbýlishús á þremur hæðum auk innréttaðs háalofts sem er óskráð.  Auka íbúð með sér inngangi er í kjallara og einkastæði á lóð. Húsið stendur á eftirsóttum stað við Öldugötu, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Eignin stendur á glæsilegri eignarlóð með afgirtum garði sem snýr til suðurs. Samþykktar teikningar frá 2011 af bílskúr og stækkun húss um 30 fermetra eru til staðar.


Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum sbr. upptalningu hér að neðan:
2010-2011
  • Rafmagn og hiti, allt endurnýjað, nýjar lagnir og ofnar
  • Gólf tekin upp, gegnheild eikarparket lagt auk gólflísa
  • Innri veggir rifnir og húsið einangrað
  • Allir gluggar yfirfarnir, skipt um gler og skipt um á neðri hæð á framhlið í forstofu og í kjallara
  • Gamla baðherbergið rifið út auk eldhúss
  • Skólplagnir endurnýjaðar, öllum pípulögnum skipt út
 2011-2012 
  • Nýtt þak, fjórir þakgluggar settir í
  • Húsið málað að utan
 2020
  •  Háaloft einangrað og klætt

Nánari lýsing eignar: Þó að húsið hafi gengið í gegnum verulega endurnýjun hefur verið kappkostað að halda í þann mikla karakter sem er til staðar í húsinu og hönnun þess.
Aðalhæð: Komið er inn í flísalagt anddyri.  Inn af anddyri er gengið inn í parketlagt hol. Úr holi liggur stigi upp á aðra hæð.
Á annarri hæð eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, gegnheilt eikarparket á gólfum. Flísalagt baðherbergi með baðkari er á hæðinni. Stigi uppá háaloft.
Háaloftið var einangrað og klætt á smekklegan hátt árið 2020 og þar er nokkuð gott rými sem þó telst ekki með í fermetrafjölda hússins.
Úr holi á fyrstu hæð hússins er gengið inn í rými sem hýsir endurnýjað eldhús, borðstofu og stofu. Gegnheilt eikarparket er á gólfum.  Stigi liggur niður á kjallara:
Íbúð í kjallara: Á jarðhæð hússins er íbúð með sérinngangi þar sem komið er inní flísalagt anddyri og er þaðan opið inní eldhús. Stofa og rúmgott svefnherbergi með gegnheilu eikarparketi á gólfum. Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa. 
Þvottahús og rúmgóðar geymslur eru á hæðinni en þaðan er útgengt út í garðinn. Garður hússins er skjólgóður og snýr til suðurs.

Samþykktar teikningar af bílskúr og stækkun húss um 30 fermetra eru til staðar.

Þorleifur Eyjólfsson húsameistari teiknaði húsið. Þorleifur teiknaði fjölda húsa og kom fram með merkar nýjungar í reykvískri húsagerð á árunum 1925-1932 og má segja að hann hafi innleitt straumlínulagið í íslenskan arkitektúr þess tíma. 

Hér er um að ræða glæsilegt einbýlishús á besta stað í borginni með miðborgina og Grandann í nokkurra mínútna göngufjarlægð. Öll helsta þjónusta, verslun, kaffi- og veitingahús allt í kring ásamt fjölbreyttu menningarlífi. Skólar á öllum stigum í nágrenninu. 

Nánari upplýsingar veitir Þórir Skarphéðinsson lögmaður og löggiltur fasteignasali, í síma 8449591, tölvupóstur thorir@betristofan.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/09/201043.950.000 kr.40.000.000 kr.171 m2233.918 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1928
37.5 m2
Fasteignanúmer
2001906
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
00
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
21.450.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vitastígur 7
Bílskúr
Skoða eignina Vitastígur 7
Vitastígur 7
101 Reykjavík
223.9 m2
Fjölbýlishús
336
Fasteignamat 209.650.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Seljavegur 1A
Skoða eignina Seljavegur 1A
Seljavegur 1A
101 Reykjavík
191.3 m2
Parhús
633
987 þ.kr./m2
188.900.000 kr.
Skoða eignina Þingholtsstræti 22a
Þingholtsstræti 22a
101 Reykjavík
183.9 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
725
973 þ.kr./m2
179.000.000 kr.
Skoða eignina Vesturvin V1 íb 601
Bílastæði
Vesturvin V1 íb 601
101 Reykjavík
193.4 m2
Fjölbýlishús
322
1213 þ.kr./m2
234.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin