RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega glæsileg 254,5 fm. eign sem skiptist í fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi (135,7 fm) , tveggja herbergja íbúð með sérinngangi á neðri hæð (78,8 fm.), bílskúr (30,0 fm.) ásamt geymslu í sameign (9,9 fm). Heitur pottur og garður til vesturs er sérafnotareitur íbúðar. Skjólgóð verönd jafnframt úr stofu til suðurs. Séreignasvæði (verandir) eru hellulagðar.
* Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Formus.
* Allur steinn (kvarts) í eldhúsi og sérsmíðaðir vaskar eru frá Steinprýði.
* Allar flísar eru frá Dekkor, perlugljái á vegg og matt á gólfi.
* Annað gólfefni er vandað nýtt vínylparket frá Gólfefnavali á efri og neðri hæð.
* Gólfhiti er í aðalíbúð á jarðhæð (utan svefnherbergi) og gólfhiti á öllum rýmum á íbúð neðri hæð.
* Aukin lofthæð með innbyggðri lýsingu, ljós öll eins frá S.Guðjónsson.
* Innbyggð blöndunartæki frá Dekkor og vandaðar gardínur frá Álnabæ.
* Rými íbúða eru öll einstaklega björt og gólfsíðir gluggar að hluta.
* Eignin er mjög vel staðsett á rólegum og grónum stað neðarlega í Fossvoginum þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir allt í kring og örstutt út á stofnbrautir og í alla helstu þjónustu.
Eignin verður fullkláruð, áætluð afhending og verklok um miðjan apríl 2025 eða fyrr.*Nánari upplýsingar og óskir um skoðun veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.isNánari lýsing aðalhæð fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð skráð matshl. 0101, birt stærð 135,7 fm.Forstofa er með sérsmíðuðum fataskápum og sérsmíðuðum bekk, leður-sessa frá RB rúm. Útidyrahurð er mjög vönduð "snjall" hurð m.a. með fingraskanna.
Eldhús er með vönduðum innréttingum með dökkum spón og hvítum efri skápum, bökunarofn og combi ofn í vinnuhæð. Stór og glæsileg eldhús-eyja með spanhelluborði, viftu og niðurteknu lofti með innbyggðri lýsingu. Gott og mikið skápapláss, einnig
vínkælir sem getur fylgt*.
Kvarts-steinn er á borðum frá Steinprýði.Borstofa og stofa er í stóru og björtu alrými með
gólfsíðum gluggum og innbyggðri loftlýsingu, nýtt vínylparket á gólfum. Upphengdur vandaður sjónvarpsskápur frá Formus fylgir með snúrurennum bakvið. Gengið er er út á stóra og skjólgóða 35,0 fm.
verönd til suðurs með
rafmagns markísu frá Rainbow.
Hjónasvíta með baðherbergi. Hjónaherbergi er rúmgott og með stórum vönduðum fataskápum. Útgengt er út á
verönd með heitum potti til vesturs,
garður sérafnotareitur íbúðar.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með vönduðum innréttingum, steinn á borðum og speglaskápur með lýsingu. Stór sturta með glerþili og blöndunartæki á baðherbergi öll innfelld. Góður opnanlegur gluggi.
Tvö svefnherbergi, annað með góðum fataskápum. Fataskápur er í minna barnaherberginu 2x50cm. en í stærra herbergi er það 3x50cm (breidd).
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með vönduðum innréttingum, stórum speglaskáp með lýsingu og steinvaski frá Steinprýði. Stór "walk in" sturta með glerþili og blöndunartæki á baðherbergi innfelld. Upphengt salerni, handklæðaofn og blöndunartæki frá Dekkor. Flísar jafnframt frá Dekkor, þá perlugljái á vegg og matt á gólfi.
Þvottahús er við forstofu íbúðar, flísalagt og með góðum
innréttingum fyrir þvottavél og þurrkara ásamt grind/tengi fyrir gólfhita og heitan pott. Tengi er jafnframt fyrir vask.
Innihurðir eru jafnframt frá Formus, vandaðar innfelldar hurðir með felliþröskuldi.
Nánari lýsing tveggja herbergja íbúð á neðri hæð/kjallara með sérinngangi skráð 0001 (skráð tómstundarými skv.FMR), birt stærð 78,8 fm.Forstofuhol er rúmgott með sérsmíðuðum fataskápum.
Eldhús er tilbúið til innréttinga sem fylgja íbúð (vandaðar innréttingar frá Formus) ásamt ofni, helluborði og blöndunartækjum. Ísskápur og borðplata fylgir ekki (innrétting er fyrir H185 cm. ísskáp). *
Ath. möguleiki er fá eldhús uppsett/fullklárað fyrir afhendingu eignar eða eftir samkomulagi.Borðstofa og stofa er í björtu og opnu rými við eldhús. Sjónvarpsskenkur getur fylgt. Út stofu er
neyðarútgangur, út glugga til norðurs.
Svefnherbergi er einstaklega rúmgott og bjart með góðum fataskápum.
Baðherbergi er með vandaðri vaskinnréttingu, spegli og innbyggðri lýsingu, steinvaskur frá Steinprýði. Upphengt salerni og vandaðri "walk in " sturtu.
Innrétting er fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar frá Dekkor, perlugljái á vegg og matt á gólfi.
Hiti er í gólfi á öllum rýmum íbúðar og nýtt vandað vínylparket frá Gólfefnavali á gólfum. Flísar á baðherbergi frá Dekkor.
Sameignarrými neðri hæðar er með hita/lagnarými ásamt sameiginlegri
hjóla- og vagnageymslu.
Sérgeymsla íbúðar er jafnframt staðsett í sameign á neðri hæð, merkt matshl. 0002 og birt stærð 9,9 fm.
Jafnframt er ósamþykkt óskráð rými í sameign.
Bílskúr skráður matshl. 0103, birt stærð 30,0 fm. Í bílskúr er heitt og kalt vatn, rafmagn og
rafdrifinn hurðaopnari. Dregið er fyrir rafhleðslustöð í innanverðum bílskúr en núverandi rafhleðslustöð fylgir ekki.
Eitt bílastæði íbúðar fylgir fyrir framan bílskúr með
snjóbræðslu, sérafnotaflötur skráð matshl. 0103.
Einstaklega falleg aðkoma er að húsinu. Húsið er þriggja íbúða fjölbýlishús með tveimur sambyggðum bílageymslum. Burðavirki útveggja og gólfa er staðsteypt. Þakplata er járnbent staðsteypt. Húsið er hannað hjá ÚTI-INNI arkitektum.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.