Fasteignaleitin
Skráð 17. sept. 2025
Deila eign
Deila

Holtsvegur 47

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
105.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
77.900.000 kr.
Fermetraverð
741.199 kr./m2
Fasteignamat
82.350.000 kr.
Brunabótamat
69.900.000 kr.
Mynd af Árni Helgason
Árni Helgason
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 2018
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2362761
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
6,36
Upphitun
Hitaveita - ofnar
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Lagfæring á leka frá lofttúðum við íbúðir 401 og 402 sem virðist lítilsháttar viðgerð, sjá húsfélagsyfirlýsingu. Viðræður eru við Kviku/Gamma vegna leka í gluggum í sameign 2. og 3. hæða, sjá fundargerð aðalfundar 2025.
Gallar
Íbúðin er ekki í samræmi við samþykktar teikningar þar sem geymsla á teikningu er óskipt, eitt rými, en hefur verið skipt upp í tvö rými.
Domusnova hefur fengið í einkasölu nýlega 2ja-4ra herbergja íbúð að Holtsvegi 47 í Garðabær (Urriðaholti). Íbúðin er í rólegri götu og er á 2.h. í þessu nýlega lyftuhúsi, en útgengt er á einkaafnotaflöt, hellulagt svæði beint úr stofu. Íbúðin er skráð 2ja herbergja en í henni eru tvö gluggalaus rými sem eru merkt sem ein geymsla á teikningu en nýtast sem t.d. skrifstofa og geymsla eða eftir þörfum hvers og eins. Góð íbúð á vinsælum stað. Húsið var byggt 2018. Birt stærð eignarinnar er 105,1fm. 

Þegar komið er inní íbúðina er salerni til vinstri, og gott svefnherbergi með skápum þar á eftir. Annað vinnurýmið (geymsla) er á hægri hönd, þegar komið er inn, en framan við það er fataskápur. Hitt vinnurýmið er í beinu framhaldi hægra megin og alrými stofu og eldhúss beint af augum og er útgengt á hellulagða verönd úr rýminu. Góð tæki og innréttingar eru í eldhúshlutanum. Mjög góð nýting pláss er í íbúðinni.

Alrými stofu og eldhúss er bjart og opið með góðum innréttingum og tækjum, parket á gólfi, útgengt á svalir/verönd sem er einkaafnotaflötur.
Baðherbergi með tengi fyrir þvottavél er rúmgott með opnu sturturými, flísum í hólf og gólf og fallegum innréttingum, handklæðaofn og upphengt vatnssalerni.
Svefnherbergi með góðum skáp, parket á gólfi.
Anddyri með fataskáp, parket á gólfi.
Tvö gluggalaus vinnu- eða leikrými með parketi á gólfi sem hægt er að nýta sem vinnuaðstöð, leikherbergi eða það sem hentar hverjum og einum, viftur sjá um loftskipti í rýmunum.

Falleg eign, með marga nýtingarmöguleika, á góðum stað í fjölskylduvænu hverfi þaðan sem stutt í alla helstu þjónustu; skóla, leikskóla, verslanir, golfvelli og útivistarsvæði auk þess sem stutt er í stofnbrautir. Í sameign, sem lítur vel út, er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Nánari upplýsingar veita:
Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s. 891 8660 / vilborg@domusnova.is
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
16/05/201818.750.000 kr.43.900.000 kr.105.1 m2417.697 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vetrarbraut 2-4 íb306
Bílastæði
Vetrarbraut 2-4 íb306
210 Garðabær
74.1 m2
Fjölbýlishús
312
1078 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Vetrarbraut 2-4 íb206
Bílastæði
Vetrarbraut 2-4 íb206
210 Garðabær
73 m2
Fjölbýlishús
312
1067 þ.kr./m2
77.900.000 kr.
Skoða eignina Langamýri 22
Skoða eignina Langamýri 22
Langamýri 22
210 Garðabær
100.9 m2
Fjölbýlishús
312
792 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Sjónarvegur 3
Bílastæði
Opið hús:18. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Sjónarvegur 3
Sjónarvegur 3
210 Garðabær
94.6 m2
Fjölbýlishús
312
845 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin