Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð á jarðhæð við Löngumýri á norður-brekkunni á Akureyri - samtals 237,7 m² að stærð.
Húsið er skráð á tvö fastanúmer og mjög auðvelt er að halda skipulaginu þannig en í dag er húsið nýtt sem einbýli með aukaíbúð.
Efri hæðin skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, tvöfalda stofu, eldhús og baðherbergi.
Neðri hæðin skiptist í forstofu, geymslu, sturturými með tvöfaldri sturtu og gufubaði, þvottahús og herbergi, auk aukaíbúðar sem skiptist í hol, eldhús með búrgeymslu innaf, baðherbergi og eitt rúmgott herbergi. Einnig er á neðri hæð góð geymsla sem áður var hluti bílskúrs, aðgengileg utanfrá um bílskúrshurð.
Nánari lýsing
Forstofan á efri hæð er með flísum á gólfi og fatahengi, og á forstofu neðri hæðar er korkdúkur.
Hol er með parketi á gólfi og úr því er farið inn í öll rými hæðarinnar.
Stofan er tvöföld og þar er parket á gólfi, vængjahurð á milli stofa og útgangur á steyptar svalir til austurs.
Svefnherbergin eru þrjú á hæðinni, öll með parketi og í tveimur þeirra eru fataskápar. Eitt rúmgott herbergi er einnig á neðri hæðinni sem í dag er nýtt með efri hæð, en tilheyrir skv. eignaskiptasamningi íbúð á neðri hæð.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2021, flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, gólfhiti og handklæðaofn, sturta og opnanlegur gluggi. Á neðri hæðinni er svo sturturými með tvöfaldri sturtu og gufubaði.
Eldhús er með korkflísum á gólfi og ljósri innréttingu með viðarbekk, síðan 2013. Í innrétting er uppþvottavél sem fylgir með við sölu.
Þvottahúsið er á neðri hæð og er með flísum á gólfi, innréttingu sem sett var upp árið 2009. Í innréttingu er stæði fyrir þvottavél og þurrkara, efri og neðri skápar og vaskur. Útgangur er úr þvottahúsi í garð til austurs.
Aukaíbúð
Hol með dúk og úr holinu er farið inn í önnur rými íbúðarinnar.
Herbergi er rúmgott og þar er dúkur á gólfi og laus fataskápur sem fylgir með við sölu.
Eldhúsið er með eldri innréttingu, dúk á gólfi og borðkrók. Búrgeymsla er inn af eldhúsi.
Baðherbergið er flísalagt, og þar er sturtuklefi og tengi fyrir þvottavél. Opnanlegur gluggi.
Geymslur eru á neðri hæðinni. Í húsinu var áður bílskúr og hefur innri hluta hans verið breytt í sturtu- og gufubaðsrými. Ytri hluti bílskúrsins er í dag rúmgóð geymsla sem gengið er um í gegnum bílskúrshurð, þar er heitt og kalt vatn. Geymsla með hillum er við stigauppgöngu og auk þess geymsla undir tröppum.
Garðurinn er snyrtilegur og gróinn, grasflöt og trjágróður. Bílaplan fyrir tvo bíla er framan við hús með möl í.
Annað
- Húsið er á tveimur fastanúmerum og gerir upphaflega skipulagið ráð fyrir 5 herbergja íbúð á efri hæð með einni geymslu á neðri hæð, og 3ja herbergja íbúð á neðri hæð með bílskúr auk sameiginlegs þvottahúss, forstofu og hols.
- Húsið var málað að utan árið 2021
- Raflagnir voru endunýjaðar árið 2013 sem og rofar og tenglar. Rafmagnstafla var endurnýjuð 2024.
- Ný inntök voru tekin inn árið 2023, bæði vatn og rafmagn, 3ja fasa rafmagn.
- Ofnar voru endurnýjaðir árið 2014, en ofnalagnir eru gamlar. Sumir ofnar eru á innveggjum og einn rafmagnsofn á neðri hæð. Eirlagnir eru að einum ofni í geymslu.
- Eldhús á efri hæð var endurnýjað árið 2013
- Baðherbergi á efri hæð var endurnýjað árið 2021.
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Steyptur stigi er á milli hæða.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.