*** Skagabraut 35, 300 Akranes ***PRIMA fasteignasala og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna: Hugguleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á annari hæð í góðu þríbýlishúsi frá árinu 1947. Um er að ræða 138,4 fermetra eign með þremur svefnherbergjum og góðum bílskúr. Eignin samanstendur af anddyri, þremur svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, baðherbergi og sameiginlegu þvottaherbergi. Stórt hol er miðja heimilisins og þaðan er gengið inn í öll rými íbúðarinnar. Það er 6,9 fermetra úti geymsla sem fylgir íbúðinni ásamt góðum og upphituðum bílskur með köldu vatni.
Eignin er skráð skv. HMS 138,4 fm þar af er geymsla 6,9 fm og bílskúr 37,5 I
SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLITNánari lýsing:Anddyri: Frá stigagangi í sameign er komið inn í anddyri, þaðan er gengið inn í aðrar vistarverur íbúðar. Parket á gólfi.
Eldhús: Bjart með nýlegri innréttingu og góðum tækjum. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og fibo plötur á veggjum, með sturtuklefa og hvítri innréttingu og góðu skápaplási.
Stofa: Rúmgott og bjart alrými með parket á gólfi
Svefnherbergi I: Rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Með parket á gólfi.
Þvottahús: Í sameign er þvottaherbergi þar sem hver íbúð er með sína vél.
Bílskúr: upphitaður.
Annað: Nýlega búið að endurnýja alla glugga.
2020: Rennur endurnýjaðar úr steypu í járn. Bíslag lekavarið. Pallur reistur bakvið hús. Þak yfirfarið
Vel skipulögð eign á góðum stað á Akranesi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, verslanir og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir:Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s. 787 3505 /
oliver@primafasteignir.is__________________________________________________________________________________________
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRIMA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.