Fasteignaleitin
Skráð 16. des. 2024
Deila eign
Deila

Sævangur 25

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
347.8 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
220.000.000 kr.
Fermetraverð
632.547 kr./m2
Fasteignamat
174.900.000 kr.
Brunabótamat
165.950.000 kr.
Mynd af Elísabet Kvaran
Elísabet Kvaran
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1981
Garður
Fasteignanúmer
2080146
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Svalir
Nei
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið
Gallar
Þak: Endurnýjað að hluta. Gluggar : Gler endurnýjað að hluta.

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Kaupstaður fasteignasala kynnir vel skipulagt einbýlishús í norðurbæ Hafnarfjarðar. Um er að ræða sjónsteypuhús með áli á þaki og þakköntum, gluggar eru úr Oregon Pine. Eigninni hefur verið vel viðhaldið. Húsið er skráð 347,9 fm en samkv. eiganda er raunstærð 382m2.

Staðsetning eignarinnar er einstök, hún situr á þröskuldi náttúrunnar með klettaborgir á þrjá vegu umvafin hrauni og mosagróðri en er þó steinsnar frá skólum og allri þjónustu.

Hér er myndband að eigninni.

Húsið er staðsett í rólegum botnlanga með sex öðrum húsum. Staðsetningin býður upp á að örstutt er í leikskóla, barnaskóla, grunnskóla, Víðistaðatún, Sundhöllina, skátaheimilið, út í náttúruna í Hleinum og niður á ströndina. Jafnframt er innan við 15 mínútna rölt niður í miðbæ Hafnarfjarðar.

Lóðin er skjólsæl og sólrík og hreint út sagt ævintýanleg á alla mælikvarða, hreint konfekt fyrir augun. Afstaða hússins er þannig að gríðarlega skjólsælt er á útivistarsvæði á suðvestur hlið hússins, mikið næði, mikil náttúra og mjög „prívat“.

Einkenni hússins eru mikil lofthæð og sérsmíðaðar viðarinnréttingar. Í húsinu eru 5 svefnherbergi, stofa, borðstofa, sjónvarpsstofa, koníaksstofa, bíósalur, líkamsrækt og fl.

Nánari lýsing:

Forstofa: Flísar á gólfi, fatahengi og skápur.

Anddyri: Flísalagt með útgengi í garð.

Stofa: Stór og mikil með gríðarlegri lofthæð og arin. Gólfefni eru ullarteppi og flísar.

Borðstofa: Tengist stofu að mestu , mikil lofthæð, flísar á gólfi og aðgangur (annar af tveimur) að eldhúsi.

Eldhús: Rúmgott, flísar á gólfi. Tveir inngangar með rennihurðum.

Efra hol/efri svefnálma: Gengið upp hálfa hæð frá eldhúsi. Lítið setu svæði, línskápur, aðgangur að efri svernherbergisálmu, sjónvarstofu og koníaksstofu. Parket á gólfi.

Sjónvarpsstofa og koníaksstofa: Gengið er upp nokkur þrep frá efra holi í sjónvarpsstofu með mikilli lofthæð og þaðan áfram í koníaksstofustofuna. Parket á gólfum. Innri svalir sem horfa yfir stofuna. Útgengi á suðvestur svalir með miklu útsýni yfir friðland Hleina, Hafnarfjörð og Reykjanesið.

Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum morgunsvölum. Gengið inn í fataherbergi og þaðan áfram inn á baðherbergi með sturtu og baðkari. Flísar á baði annars parket.

Herbergi 2 og 3: Tvö góð herbergi með fallegu útsýni út á friðland Hleina. Parketi á gólfum.

Þvottahús: Vaskur og innrétting, flísar á gólfi og veggjum.

Neðra hol/neðri svefnálma: Gengið niður hálfa hæð úr andyri. Stór skápur, flísar á gólfi.

Baðherbergi: Lítið baðherbergi með sturtu, flísalagt.

Herbergi 4 og 5: Parket á gólfum, hefur verið opnað milli herbergja en auðvelt að loka aftur.

Búr: Gengið niður hálfa hæð úr neðra holi. Hillur á veggjum. Málað gólf.

Filmugeymsla: Gengið niður hálfa hæð frá búri. Filmugeymsla var sýningarherbegi fyrir bíósal en er hobbyherbergi/geymsla í dag. Vaskur og innréttingar. Málað gólf.

Bíosalur: Stór bíósalur með 3,2 metra breiðu sýningartjaldi. Parket á gólfi.

Líkamsrækt: Inn af bíósal. Parket á gólfi. Búningsklefi, sturtur og sauna með flísum.

Bílskúrinn: Innangegnt frá neðri svefnherbergisgangi. Rúmgóður, vaskur og skápar.

Útigeymsla/stúdíó: Útigeymsla er undir efra bílaplani. Harðull á veggjum, plastparket á gólfi. Var notað sem lítið upptökustúdío um tíma en er núna notað sem geymsla.

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
24/11/201569.250.000 kr.68.000.000 kr.347.8 m2195.514 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin