**** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ****
Domusnova og Sölvi Sævarsson kynna: Vel skipulagða 2ja herbergja íbúð með geymslu innan íbúðar sem nýta má sem skrifstofu/ íverurými ásamt sérgeymslu í sameign. Góðar suðvestursvalir út af stofu. - Parket endurnýjað árið 2022
- Baðherbergi endurnýjað 2016
- Skipt um glugga í húsinu 2022
- Hús viðgert að utan 2022 og teppi í sameign nýleg.
Eignin er í heild skráð 60,9 fm, þar af er geymsla 4,6 fm skv. Þjóðskrá Íslands,
Fasteignamat 2024 er 41.700.000 kr Byggingarár er 1975.Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, hjónaherbergi, baðherbergi og geymslu við hlið anddyris sem hægt er að nýta sem herbergi/skrifstofu.
Allar nánari uppl. veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing :Anddyri – Skápur í anddyri og parket á gólfi.
Eldhús – Stór og góð vönduð eikarinnrétting í eldhúsi með flísum á milli efri og neðri skápa, Pláss er fyrir þvottavél í eldhúsi. Borðkrókur við enda á innréttingu.
Stofa – Björt rúmgóð stofa með hurð út á stórar suðursvalir. Gluggar á tvær hliðar í stofu.
Hjónaherbergi – Ágætlega rúmgott herbergi, fataskápur sem nær að lofti með rennihurðum. Parket á gólfi.
Baðherbergi – Baðherbergi var endurnýjað árið 2016. Flísalgaðir veggir að lofti og eru gólf með flísum og inn í sturturými. Sturta með hengi, hvít innrétting og speglaskápur ofan við innréttingu.
Geymsla innan íbúðar – Ágætis geymsla er á vinstri hönd inn af anddyri sem nýta má sem skrifstofrými.
Sameign: Sér 4,6 fm geymsla í sameign. Hjólageymsla með hurð út á lóð. Stigahús er snyrtilegt með nýlegu teppi frá árinu 2022.
Upplýsingar frá eiganda um framkvæmdir á húsinu að utan og íbúðinni:- Nýir gluggar og karmur þar sem svalarhurðinn er 2017.
- Nýar flísar á baðherbergi 2016.
- Gert við allt húsið að utan + nýir gluggar restina af íbúðinni 2020.
- Málaður stigagangur og lagt nýtt teppi 2022
- Parket á stofu og eldhúsi árið 2022.
- Píppulagnir frá vaski í elshúsi lagaður ári 2015.
- Búið að gera við þakkið á húsinu 2023-2024
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.