LIND Fasteignasala, Arinbjörn Marinósson lgfs. & Andri Freyr Halldórsson aðstm.fs. kynna til sölu:
Fallegt & vel skipulagt fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr við Heiðarbrún 27, 810 Hveragerði.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 155,80 fm og skiptist í einbýlishús 112,70 fm og bílskúr 43,10 fm.
-Nýlega uppgert baðherbergi 2024
-Suður pallur með heitum potti.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 7722791 eða adda@fastlind.is
Arinbjörn Marinósson, löggiltur fasteignasali, í síma 822-8574 eða arinbjorn@fastlind.is
Andri Freyr Halldórsson, aðstm. fasteignasala, í síma 762-6162 eða andri@fastlind.is
Eignin skiptist í:
Forstofu, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: með flísum á gólfi og fataskápum.
Stofa: er rúmgóð og björt með aukinni lofthæð. Parket á gólfi.
Eldhús: Falleg viðar eldhúsinnrétting, eldavél ásamt bakarofni og háfur. Parket á gólfi.
Eldhúsið er með góðu skápaplássi og borðkróki.
Hjónaherbergi: rúmgott með miklu skápaplássi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 1: með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 2: með parketi á gólfi.
Baðherbergið með upphengdri innréttingu með handlaug, speglaskápar eru fyrir ofan með innbyggðri lýsingu. Upphengt salerni, handklæðaofn og rúmgóð sturta með glerþili og blöndunartækjum. Baðherbergið er flísalagt hólf í gólf, með gólfhita. Baðherbergi var uppgert árið 2024
Þvottahúsið rúmgott með tengjum fyrir þvottavél og þurrkara. Sérinngangur er inn í vaskahús við hlið útidyrahurðar.
Hluti þvottahúss getur nýtist sem geymsla.
Verönd & garður: suður pallur með heitum potti og grasflöt.
Bílskúrinn er 43.10 fm, með rafmagnshurðaopnara. Skiptist í innra og ytra rými.
Heiðarbrún 27 er vel staðsett eign í rólegum botlanga þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og útivistarsvæði.
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Vodafone.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.