RE/MAX og Dilyara löggiltur fasteignasali kynna: Ölduslóð 17 rúmgóð og björt 4ja herbergja íbúð á efstu hæð í þriggja hæða húsi í Hafnarfirði. Stærð eignarinnar er alls 128,6 fm og skiptist samkæmt Þjóðskrá í 100,5 fm íbúð og rúmgóðan 28,1 fm bílskúr. Sameiginlegt þvottahús á fyrstu hæð auka 3,3 fm sérgeymslu sem ekki er skráð í fermetratölu. Vestur svalir með fallegu útsýni. Stór og góð sameiginleg lóð með trjágróðri og grasflöt. Frábær staðsetning. Stutt frá Öldutúnsskóla og Flensborgarskóla.
**Fyrirhugað fasteignamat 2023 kr. 60.200.000,-**
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Dilyara, fasteignasali í síma: 8641881 eða dilja@remax.is
SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLITNánari lýsing eignar:Húsið er steinsteypt 3ja hæða þríbýlishús. Húsið var byggt árið 1957.
Bílskúrinn var byggður árið 1978.
Sérinngangur er á annari hæð hússins. Steyptur teppalagður stigi úr lítilli
forstofu með flísalögðu gólfi leiðir upp á þriðju hæð.
Stigapallur er með harðparketi á gólfi og fataskáp og þaðan gengið inni í gang og herbergi.
Gangur er með skáp og plastparketi á gólfi. Þaðan er gengið inn í alrými sem tengir stofu, eldhús, hjónaherbergi, herbergi og baðherbergi.
Stofa er rúmgóð og með plastparketi á gólfi, gengið út á svalir frá stofu.
Svalir snúa í vestur, með fallegu útsýni.
Eldhús er rúmgott með eldri innréttingu og tréplötum á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú með harðparketi á gólfum. Hjónaherbergið er með fataskáp og fallegt útsýni. Tvö herbergi, annað þeirra stærra en hitt.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf og með snyrtilegri innréttingu. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús og
sérgeymsla í sameign.
Sérgeymsla er 3,3 fm sem ekki er skráð í fermetratölu.
**Bílskúrinn** er 28,1. fm. með heitu og köldu vatni staðsettur á lóð við húsið. Snjóbræðsla er á hellulögðu svæði fyrir framan bílskúrinn.
Stór og gróinn garður bakatil.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Dilyara, fasteignasali í síma: 8641881 eða dilja@remax.is Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% (einstaklingar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar eftir gjaldskrá.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.