Mikið endurnýjað og eigulegt parhús með aukaíbúð við Grettisgötu 55a.Virkilega róleg staðsetning í hjarta Reykjavíkur.
* Útleigueining. Húsið skiptist í 2 íbúðir með sérinngangi.
* Endurnýjuð eldhús og baðherbergi
* 2021 var húsið múrviðgert að utan og málað ásamt þakjárni.
* Endurnýjun sl. ár tiltelur ma. klóaklagnir ( undir húsi og út í götu), rafmagnslagnir og töflur, ofnar, ofnalagnir, gler og glugga að miklum hluta, þakjárn og rennur.
* Hellulögð verönd með skjólveggjum og sólpallurNánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir Lgf. í síma nr 766-9500 eða helen@palssonfasteignasala.iswww.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð eignar samkv. FÍ er 93,40 m2. Húsið stendur á baklóð og aðkoma er milli húsa nr. 55 og 57.
Efri hæð skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu, svefnherbergi og geymsluloft.Forstofa er flísalögð.
Baðherbergi er flísalagt með innréttingu með handlaug, baðkari, vegghengdu wc og tengi fyrir þvottavél
Eldhús er með innréttingu með helluborði, bakarofni og innbyggðri uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa er með parket á gólfi og stórum glugga til suðurs. Bjart rými.
Svefnherbergi er með parket á gólfi.
Geymsluloft er yfir íbúðinni.
Neðri hæð skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergiForstofa er flísalögð.
Eldhús er með L-laga innréttingu með bakaofn, helluborði og tengi fyrir uppvþottavél.
Baðherbergi er flísalagt með baðkari, innréttingu með handlaug, upphengdu wc og tengi fyrir þvottavél.
Stofa er opin með eldhúsi að hluta. Málað steingólf og suðurgluggi.
Svefnherbergi er þar fyrir innan.
Frábær staðsetning á rólegum stað miðsvæðis í hjarta Reykjavíkur. Stutt að sækja margvíslega þjónustu, menningu, sundlaug og útivist.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.