Fasteignaleitin
Skráð 23. okt. 2025
Deila eign
Deila

Beykiskógar 19 - íbúð 303

FjölbýlishúsVesturland/Akranes-300
77.6 m2
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
60.900.000 kr.
Fermetraverð
784.794 kr./m2
Fasteignamat
49.000.000 kr.
Brunabótamat
47.250.000 kr.
Byggt 2023
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2519901
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
upprunalegt
Raflagnir
upprunalegt
Frárennslislagnir
upprunalegt
Gluggar / Gler
upprunalegt
Þak
upphaflegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
8 - Í notkun
Domusnova Borgarnesi auglýsir til sölu íbúð 303, Beykiskógar 19, 300 Akranes. Björt og falleg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fallegri og vandaðri nýbyggingu með lyftu í rólegu hverfi á Akranesi. 

ÁÆTLUÐ AFHENDING Í OKTÓBER/NÓVEMBER
** Bókið skoðun **
Sjöfn Hilmarsdóttir lgf., sími 691-4591 // sjofn@domusnova.is 
Erla Dís Guðmundsdóttir, lgf. sími 698-7088 // erladis@domusnova.is

Beykiskógar 19 er vandað steinsteypt fjölbýli, einangrað að utan, klætt með málmklæðningu. Þak er uppstólað timburþak, klætt með lituðu áli. Húsið er á fjórum hæðum með 11 íbúðum, 2ja og 3ja herbergja. Á jarðhæð eru tvær íbúðir ásamt hjóla- og vagngeymsla og sérgeymslum íbúða, þrjár íbúðir eru á hverri hæð á 2.-4.hæð. Lyfta er í húsinu. Innan lóðar eru 16 bílastæði og eru þrjú bílastæði við götu. 
Aðalhönnuður: KJ hönnun ehf.

Íbúð 303 er 77,6 fm., þar af sérgeymsla 2,1 fm. Innan eignar er forstofa, stofa og eldhús sem mynda alrými þaðan sem útgengt er út á svalir, tvö svefnherbergi, baðherbergi þar sem einnig er þvottarými og geymsla. Eigninni fylgir sérgeymsla í sameign á 1. hæð. Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna utan baðherbergis þar sem eru flísar á gólfi.
* 3ja herbergja íbúð á 3. hæð
* Stærð íbúðar - 75,5 fm.
* Sérgeymsla -  2,1 fm. 
* 4,8 fm. svalir í vesturátt
* Sameiginleg hjóla-og vagnageymsla


Nánari lýsing:
Inngangur: Sameiginlegur inngangur. Póstkassar innandyra í anddyri ásamt dyrasíma. Flísar á gólfi í anddyri, stigagangur teppalagður. Lyfta í húsi.
Forstofa: Fataskápur og opið fatahengi.
Eldhús: Vönduð ljós sérsmíðuð innrétting frá Voke-III með eyju, hæglokandi lamir á skúffum og skáphurðum. Raftæki frá electrolux, veggofn, helluborð, innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur með frysti. 
Stofa: Myndar alrými ásamt eldhúsi. Útgegnt út á 4,8 fm. svalir.
Svefnherbergi I: Sérsmíðaður fataskápur frá Voke-III.
Svefnherbergi II: Sérsmíðaður fataskápur frá Voke-III.
Geymsla: 2,6 fm. geymsla innan íbúðar. Rafmagnstengill. Gluggi með opnanlegu fagi
Baðherbergi: Vönduð ljós sérsmíðuð innrétting frá Voke-III, borðplata með marmaraáferð og hvítri handlaug. Upphengt salerni með hæglokandi setu, WALK IN sturta með sturtuhengi og handklæðaofn. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Veggflísar og flísar á gólfi. Gluggi með opnanlegu fagi.
Svalir: 4,8 fm. svalir í vesturátt með slípuðu yfirborði og halla að niðurföllum. Svalahandrið eru úr málmi. Vatnsvarinn rafmagnstengill 

Geymsla: Sérgeymsla eignar er í kjallara, stærð 2,1 fm. stúkuð af með möskaveggjum. Gólf flotað. Rafmagnstengill er innan geymslu. 
Sameign: Á jarðhæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sérgeymslum íbúða. Rafmagnstöflur og rafmagnsmælar íbúða er staðsett í sameigninni. Flotað gólf.
Lóð/bílastæði: Lóðin er 940,3 fm. Hellulögð stétt með snjóbræðslu við inngang og að bílastæðum. Með húsinu fylgja 19 malbikuð stæði. Sorpgerði fyrir tunnur er á lóð. Að öðru leyti verður lóðin þökulögð eða með náttúrulegum móa. Tengibúnaður (ídráttarrör) vegna hleðslu rafbíla er aðgengilegt við bílastæði (að fimm stæðum næst tengibrunni við hús). Lóðin verður afhent fullbúin í lok byggingartímans.

Annað: 
*Ljósleiðari er tengdur inn í húsið og dregin inn í hverja íbúð. Nettengil er í stofu og svefnherbergjum. Ljósbreytir við tengikassa kemur frá símafélagi íbúans.
* Forhitari á heitu neysluvatni
* Hægt er að loka fyrir bæði vatn og hita innan hverrar íbúðar.
* Íbúðin skilast með ljósi í eldhúsi og baði, í öðrum rýmum verður ljósapera.
* Hverri íbúð fylgir slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjari og lyfjaskápur.


Nánari upplýsingar veita:
Erla Dís Guðmundsdóttir - lgf. í sími 698-7088 / erladis@domusnova.is
Sjöfn Hilmarsdóttir, lgf. - sími 691-4591 / sjofn@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kjölfesta fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
* Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
DN ehf
https://domusnova.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þjóðbraut 5 íb. 403
Bílastæði
Þjóðbraut 5 íb. 403
300 Akranes
78.9 m2
Fjölbýlishús
312
806 þ.kr./m2
63.599.000 kr.
Skoða eignina Þjóðbraut 5 íb. 402
Bílastæði
Þjóðbraut 5 íb. 402
300 Akranes
79.3 m2
Fjölbýlishús
312
802 þ.kr./m2
63.599.000 kr.
Skoða eignina Þjóðbraut STÆÐI Í BÍLG. 3
Bílastæði
Þjóðbraut STÆÐI Í BÍLG. 3
300 Akranes
77.8 m2
Fjölbýlishús
312
803 þ.kr./m2
62.500.000 kr.
Skoða eignina Garðabraut 1
Bílastæði
Opið hús:05. nóv. kl 17:00-18:00
Skoða eignina Garðabraut 1
Garðabraut 1
300 Akranes
65.8 m2
Fjölbýlishús
211
895 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin