Fasteignaleitin
Skráð 17. mars 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Mil Palmeras

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
63 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
22.700.000 kr.
Fermetraverð
360.317 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
905171125
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Svalir og þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEGAR ÖRYGGISÍBÚÐIR NÁLÆGT FALLEGRI STRÖND* 
*ÖRYGGISHNAPPUR OG FJARHJÁLPARÞJÓNUSTA FYLGIR ÖLLUM ÍBÚÐUM*

Fallegar og vel skipulagðar 2ja herb. íbúðir vel staðsettar í Mil Palmeras, fallegum spænskum strandbæ, um 60 mín akstur suður frá Alicante. Hægt er að velja um íbúðir á jarðhæð með sér garði, á miðhæðum með góðum svölum og á efstu hæð með svölum og sérþaksvölum. 
Frábær sameign með fallegum sameiginlegum sundlaugargarði, sameiginlegu samkomuherbergi þar sem hægt er að spila og taka þátt í ýmsum tómstundum, líkamsrækt, aðstaða fyrir sjúkraþjálfara, sér herbergi fyrir snyrtifræðinga ofl. Gott aðgengi fyrir fatlaða, td. lyfta ofan í sundlaug, breiðari hurðarop, breiðari gangar í sameign og sérútbúin baðherbergi fyrir fólk með skerta hreyfigetu og fólk í hjólastólum.
Sérstök áhersla er lögð á aukið öryggi íbúa og munu allar íbúðir hafa öryggishnapp með neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Einn aðalhnappur er í íbúðinni og annar færanlegur sem hafður er um úlnlið. Íbúar eru þannig beintengdir hjálparmiðstöð Rauða Krossins á Spáni sem veitir neyðaraðstoð þegar á þarf að halda og er kostnaður innifalinn í húsgjöldum.
Einnig gefst íbúum kostur á að fá Health Premium kortið frá Quiron Salud,  alþjóðlega sjúkrahúsinu á svæðinu, sem talið er með bestu sjúkrahúsunum í Evrópu. Health Premium kortið veitir forgang og betra aðgengi að persónulegri þjónustu og heilsuráðgjöf til að bæta lífsgæði viðkomandi.
Hér er um að ræða algjöra nýjung á fasteignamarkaðnum á Spáni, sem nýtist fólki sem vill búa í góðu loftslagi og öruggu umhverfi og hafa gott aðgengi að allri heilbrigðisþjónustu.


Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Göngufæri á ströndina og í verslanir og veitingastaði í bænum,  Fallega gróið umhverfi með göngu- og hjólaleiðum.  Íbúðirnar  eru vel skipulagðar með góðu alrými þar sem eru stofa, borðstofa vel tengt eldhúsi, einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Lyfta. Stæði í bílakjallara. Geymsla fylgir sumum íbúðunum. Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is, 
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is GSM 0034 615 112 869,
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 00354 777 4277. karl@spanareignir.is


Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni.

Verð miðað við gengi 1 evra = 145 ISK: 
2ja herb.: 1 svefnherb. + 1 baðherb. verð frá: 157.000 Evrur. (ISK 22.700.000) + kostn við kaupin.

Á sama stað er einnig hægt að fá stærri íbúðir.
3ja herb.: 2 svefnherb. + 1 baðherb. UPPSELT
3ja herb.: 2 svefnherb. + 2 baðherb. UPPSELT

Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar strax.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og rafmagnstækjum gegn viðbótargjaldi, þannig að allt verði tilbúið þegar flutt er inn.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, bílakjallari, air con, þakverönd, strönd,
Svæði: Costa Blanca, Mil Palmeras,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
905171125
Fasteignanúmer
905171125

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR -Alhama Golf
SPÁNAREIGNIR -Alhama Golf
Spánn - Costa Blanca
77 m2
Fjölbýlishús
322
299 þ.kr./m2
23.000.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Mar De Pulpi
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Mar De Pulpi
Spánn - Annað
64 m2
Fjölbýlishús
211
339 þ.kr./m2
21.700.000 kr.
Skoða eignina Lindargata 20
Skoða eignina Lindargata 20
Lindargata 20
580 Siglufjörður
75.8 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
310 þ.kr./m2
23.500.000 kr.
Skoða eignina Laugarbrekka 22
Skoða eignina Laugarbrekka 22
Laugarbrekka 22
640 Húsavík
69.1 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
317 þ.kr./m2
21.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin