Í SÖLU - KLAPPASTÍGUR 1 - íbúð 801, 3ja herbergja íbúð (108,7 m²) á 8- hæð í lyftuhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni út á sundin, yfir Hörpu og höfnina og til suðurs yfir Reykjavík. Tvennar svalir, suð-vestursvalir og norð- vestursvalir. Stæði í lokaðri bílageymslu.
Pantið skoðun hjá Heiðari í s.693-3356, heidar@valholl.is
Nánari Lýsing:
Tvennar lyftur eru í húsinu og eru 4-íbúðir á þessari hæð. Á hæðinni er sameiginlegt þvottarhús, þar sem hver íbúð er með sínar vélar
Íbúð: Komið er inn í flísalagt anddyri með rúmgóðum skápum. Gangur með flísum á gólfi. Stofa, borðstofa og eldhús eru í einu rými. Stofurnar eru mjög rúmgóðar og bjartar með parketi á gólfi. Ótrúlegt útsýni er úr stofunum. Þar er útgengt á tvennar svalir, suð-vestursvalir með svalalokun og opnar norð- vestursvalir. Eldhúsið er með hvítri innréttingu. Nýleg tæki, ofn og örbylgjuofn, helluborð, innbyggð uppþvottarvél og ískápur með frysti sem getur fylgt.
Mjög rúmgott svefnherbergi með stórum skápum og parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með sturtu, baðkari og innréttingu.
Í kjallara er sér geymsla sem er 5,7 fm og stæði í bílageymslu með hleðslustöð. Í bílageymslu er hjóla og vagnageymsla og er öll sameign til fyrirmyndar. Húsvörður starfar fyrir húsfélagið Völund.
Húsið við Klapparstíg 1, hefur verið endurnýjað síðustu 3 ár, m.a skipt um járn og pappa á þaki og allt ytra byrði lagfært og málað. Í þessari íbúð hefur verið skipt um gler nema á yfirbyggðum svölum. Íbúðin hefur tvennar svalir báðar með fallegu útsýni. Einnig eru sameiginlegar svalir á hæðinni í suð-austur með morgunsól.
Um er að ræða glæsilega, nokkuð endurnýjaða íbúð miðsvæðis í Reykjavík með ótrúlega fallegu útsýni. ATH. íbúðin afhendist mjög fljótlega.
Allar frekari uppl. um eignina veitir Heiðar Friðjónsson lögg. fasteignasali í s. 693-3356 og heidar@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.