Fasteignaleitin
Skráð 4. sept. 2024
Deila eign
Deila

Votakur 1

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
498.9 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
318.450.000 kr.
Brunabótamat
199.950.000 kr.
Mynd af Darri Örn Hilmarsson
Darri Örn Hilmarsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2014
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2315048
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegt
Raflagnir
Upphaflegt
Frárennslislagnir
Upphaflegt
Gluggar / Gler
Tvöfallt gler
Þak
Upphaflegt
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega fallegt og vel staðsett 498,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum við Votakur 1 í Garðabæ. Eignin skiptist í 5 svefnherbergi, tvö baðherbergi, gesta salerni, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, bíósal, líkamsræktarherbergi, vínherbergi og þvottahús. Á sólpalli er sauna hús með útisturtu. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0000 eða tölvupósti: darri@fstorg.is 

Sigurður Hallgrímsson arkitekt hjá Arkþing teiknaði/hannaði húsið.


Nánari lýsing: Húsið er á tveimur hæðum og er efri hæðin á tveimur pöllum. Komið er inn í rúmgott anddyri með fataskápum. Við anddyri er gestasnyrting. Gengið er frá anddyri inn á rúmgóðan gang og stórt alrými með mikilli lofthæð en þar er samliggjandi eldhús, borðstofa og stofa. Eldhús er rúmgott með góðu skápaplássi og hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Ísskápurinn er tvöfaldur með vínkæli. Stofan er með fallegum arni og stórum gluggum sem gefa góða birtu. Rennihurð er út á verönd frá stofu. Sólpallur er við nánast allt húsið en á honum er heitur pottur og sauna hús með útisturtu. Svefnherbergis álman er með þremur rúmgóðum barnaherbergjum og hjónaherbergi með fataherbergi. Sjónvarpsherbergi og aðal baðherbergið er fyrir miðju í álmunni en baðherbergið er með baðkari og sturtu, góðum innréttingum og terrazzo á gólfum. Gengið er niður opinn og góðan stiga niður á neðri hæð hússins. Á neðri hæðinni er annað svefnherbergi / skrifstofa, líkamsræktar herbergi, bíósalur, vínherbergi með hillum og kælibúnaði, þvottahús með góðum innréttingum þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, baðherbergi með sturtu og fallegri innréttingu.  Innangengt er í rúmgóðan bílskúr með epoxi á gólfi og innréttingu. Inn af bílskúr er rúmgóð geymsla með hillum.

Samantekt: Um er að ræða einstaklega glæsilegt hús á frábærum stað í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið stendur á hornlóð neðst í hverfinu á einstökum stað niður við gróinn dal og læk. Húsið stendur ofan götu og engin byggð er fyrir neðan. Stórir gluggar gera húsið einstaklega bjart og er rýmismyndun afar falleg. Hátt er til lofts og er ofanbirta í stofu, fataherbergi og á baði. Ekki láta þetta fallega hús fram hjá þér fara.  

Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0000 eða tölvupósti: darri@fstorg.is 


  
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/06/2016117.300.000 kr.163.000.000 kr.388.1 m2419.994 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2014
52.4 m2
Fasteignanúmer
2315048
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
00
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
17.200.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Votakur 5
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Votakur 5
Votakur 5
210 Garðabær
462.1 m2
Einbýlishús
835
Fasteignamat 317.350.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Dýjagata 12
Bílskúr
Skoða eignina Dýjagata 12
Dýjagata 12
210 Garðabær
505.4 m2
Einbýlishús
735
Fasteignamat 240.100.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina KAMBASTAÐIR
Skoða eignina KAMBASTAÐIR
Kambastaðir
816 Ölfus
468.5 m2
Einbýlishús
1138
Fasteignamat 117.300.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Laufásvegur 7
3D Sýn
Skoða eignina Laufásvegur 7
Laufásvegur 7
101 Reykjavík
526 m2
Einbýlishús
1437
932 þ.kr./m2
490.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin