Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða 1. hæð í þríbýli í reisulegu húsi við Snorrabraut. Aðgengi bæði frá Snorrabraut og Auðarstræti að húsi. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð.
Sjarmerandi hæð á besta stað í Norðurmýrinni. Leik- og grunnskólar í göngufæri sem og Kringlan, Klambratúnið, Nauthólsvík og miðbær Reykjavíkur og allt það skemmtilega sem hann hefur upp á að bjóða. Öll þjónusta í næsta nágrenni.
Eignin getur verið laus nokkuð fljótt.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit. Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 124,4 fm og þar af er sérgeymsla skráð 7,3 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 93.350.000 kr.
Nánari lýsing: Hæðin deilir inngang og forstofu með 2. hæðinni.
Forstofugangur með parket á gólfi og innbyggðan yfirhafna og skóskáp.
Stofa er mjög rúmgóð með parket á gólfi.
Borðstofa er rúmgóð með parket á gólfi. Tvöföld rennihurð milli stofu og borðstofu.
Eldhús var endurnýjað 2024 með fallegri innréttingu með góðu skúffu- og skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð og háf yfir helluborði.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með parket á gólfi. Rennihurð úr stofu og annar inngangur frá forstofugangi.
Svefnherbergi II er rúmgott með parket á gólfi. Útgengt á svalir.
Svefnherbergi III er rúmgott með parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með "walk-in" sturtu, handklæðaofn, snyrtilega innréttingu og glugga.
Sérgeymsla hæðar er í sameign í kjallara hússins og svo á hæðin helmingshlutdeild bæði í geymslulofti í risi auk kaldrar geymslu undir tröppum.
Sameiginlegt rúmgott þvottahús er í sameign í kjallara og hver með sitt tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Góð þurrkaðstaða/snúrur sem tilheyra hæðinni.
2010: Þak málað.
2011-2012: Skipt um þakkant og þakjárn endurnýjað og drenað allan hringinn.
2019: Sameign og þvottahús í kjallara tekin í gegn m.a. málað, og gluggar hæðarinnar málaðir að utan.
2023: Húsið ástandsskoðað. Húsið múrviðgert og steinað. Skipt var um glugga sem þurfa þótti og svalahurð auk glugga á geymslum og í sameiginlegu þvottahúsi.
Endurnýjun á frárennslislögnum, fóðrun á stofnlögn og fl.
2024: Nýtt vandað harðparket sett á alla íbúðina nema baðherbergi, nýir gólflistar, skrautlistar við loft og íbúðin öll máluð.
2024: allar pípulagnir í eldhúsi endurnýjaðar, ný eldhúsinnrétting og tæki, bætt var við rafmagns tenglum í eldhúsi.
2024: nýir rofar, tenglar og snjalllýsing. Kranar á ofnum endurnýjaðir
2025: Pípulagnir í hitakompu endurnýjaðar að hluta
2025: Eldri gluggar lakkaðir og stormjárn endurnýjuð í stofum og hjónaherbergi
2025: Nýjar innihurðir (fyrir utan rennihurðir og skóskáp) Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is