Fasteignaleitin
Skráð 16. des. 2024
Deila eign
Deila

Jaðarsbraut 33

HæðVesturland/Akranes-300
144.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
413.960 kr./m2
Fasteignamat
48.050.000 kr.
Brunabótamat
59.980.000 kr.
Mynd af Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur
Byggt 1959
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2100970
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Sjá txt í framkvæmdakafla
Gluggar / Gler
Þarfnast skoðunar amk að hluta
Þak
sjá txt í framkv.sögu
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrir 2 árum stóð til að endurnýja svalir og samþykktar teikningar á borði. Verktaki mætti ekki og upp hefur komið umræða að stækka ekki svalirnar, en endurnýja. Þetta þarf því að taka upp aftur og er samþykkt firnd þar sem teikningar og leyfi gilda allajafna í 2 ár.
Gallar
Stofugluggi kominn á tíma og athuga þarf aðra glugga í sömu átt, líklegast komnir á tíma. 
Guðbjörg Helga lgf. og Gylfi Jens lgf. hjá RE/MAX kynna í efstu hæð að Jaðarsbraut 33, 300 Akranes í sölu:.
Vel skipulögð og björt 5 herbergja 144,7 fm hæð með bílskúr og suðursvölum í þríbýlishúsi. Húsið er klætt með garðastáli en bílskúrinn steniklæðningu. Húsið stendur við Langasand með óhindrað töfrandi sjávarútsýni til suðurs. Hér er ekki hægt annað en sofa vel með róandi náttúruhljóðum hafsins. Íbúðin er mjög vel staðsett miðsvæðis í bænum, og er íþróttasvæðið og Akraneshöllin við enda götunnar, grunnskóli, verslanamiðstöð, sjósundsaðstaða, fjaran á Langasandi, og fleira innan seilingar. Fasteignamat 2025 verður 51.800.000 kr. Uppgefin stærð hæðar er 114,4 fm og bílskúrs 30,3 fm. Eignin getur verið laus 1. nóvember nk.  EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.

 **SÆKTU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST**

** SKOÐAÐU EIGNINA BETUR Í ÞRÍVÍDD (3D) OG HALTU ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS -SMELLTU HÉR´**

Inngangur er sameiginlegur með miðhæð og gengið upp 2 hæðir. Flísar eru á gólfi við inngang, stigagangur er snyrtilegur með teppi á gólfi. Efsti stigapallur nýtist af þessari íbúð eingöngu, þar sem inngengi er í íbúðina og rúmgóð sérþvottahús/geymslu íbúðar á hæðinni.
Eldhús: Afar rúmgott og bjart eldhús með L-laga lakkaðri innréttingu og flísum á milli skápa. Flísar á gólfi. Frístandandi AEG eldavél með keramikhelluborði og tengi fyrir uppþvottavél.Stór og rúmgóður borðkrókur sem getur nýst m.a. fyrir stórt borðstofu/eldhúsborð. Tveir gluggar með útsýni til sjávar.
Stofa: Rúmgóð með útgengi á suðursvalir. Magnað útsýni, Sé staðið í miðri stofu og horft út, er eins og maður sé úti á hafi. Harðparket
Svefnherbergi 1: Innaf stofu (var áður hluti stofu), en núverandi eigendur bjuggu það til, var áður hluti stofu. Magnað sjávarútsýni. Harðparket.
Svefnherbergi 2: Rúmgott með glugga, harðparket
Svefnherbergi 3: Rúmgott með glugga, harðparket.
Svefnherbergi 4: Upprunalega hjónaherbergi en nýtt sem gott barnaherbergi í dag. Parketlagður endaveggur sem nýtist eins og höfuðgafl fyrir rúm. Harðaparket á gólfi.
Gangur: Góður PAX skápur með rennihurðum er á einum vegg sem nýtist fyrir fatnað og fleira.
Baðherbergi: Nýleg hvít innrétting, nýtt klósett gólffest, flísar á gólfi og kringum baðkar sem er með sturtuaðstöðu.
Þvottahús/geymsla: Gengið inn af stigapalli á hæðinni. Stálvaskur, skápur. Lakkað gólf. 
Bílskúr: Miðjubílskúrinn. Sjálfvirkur opnari, hitaður með affalli, 3ja fasa rafmagn. Steniklæðning er utan á bílskúrnum. 

Framkvæmdasaga í eignartíð núverandi eigenda
2022  Hurð fram á stigapall endurnýjuð, sett brunavarnarhurð.
2022  Herbergi útbúið í hluta stofu og dregið rafmagn í vegg og sett ný hvít hurð og karmur. 
2022. Eldhúsinnrétting lökkuð pastelbleik og öll íbúðin máluð. 

Fyrrum framkvæmdasaga skv. eldra söluyfirliti er núverandi eigendur keyptu íbúðina
(birt til upplýsingar, en núverandi fasteignasalar og seljendur geta ekki borið ábyrgð á þessum eldri upplýsingum).
xxxx   Hurðir íbúðar endurnýjaðar í eik.  Allt gler á suðurhlíð hefur verið endurnýjað og opnanlegt fag (búið að skipta um eitt og hitt fylgir) 
2021   Klæðning á vesturhlið endurnýjuð.
2020   Parket á gólfum endurnýjað.
2020   Ofnalagnir í stofu endurnýjaðar.
xxxx    Tröppur nýlega steyptar.
xxxx.   Ofnlagnir endurnýjaðar að hluta.
2019.  Þakjárn, þakkantur og rennur endurnýjað.
2018   Skápur á gangi endurnýjaður.
2015   Skolplagnir undir húsi og stétt endurnýjað.


Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar: 
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og gudbjorg@remax.is
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður s. 8225124 og gylfi@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/04/202233.350.000 kr.51.500.000 kr.144.7 m2355.908 kr.
28/08/201316.500.000 kr.24.827.000 kr.144.7 m2171.575 kr.
04/04/200715.180.000 kr.18.500.000 kr.144.7 m2127.850 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1957
30.3 m2
Fasteignanúmer
2100970
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.180.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Stekkjarholt 17
Skoða eignina Stekkjarholt 17
Stekkjarholt 17
300 Akranes
125.3 m2
Fjölbýlishús
5
478 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Holtsflöt 4
Bílastæði
Skoða eignina Holtsflöt 4
Holtsflöt 4
300 Akranes
110.5 m2
Fjölbýlishús
312
538 þ.kr./m2
59.500.000 kr.
Skoða eignina Holtsflöt 4 - Stæði í Bk íbúð 503
Bílastæði
Holtsflöt 4 - Stæði í Bk íbúð 503
300 Akranes
110.3 m2
Fjölbýlishús
312
543 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Vitateigur 5 íbúð 101
Vitateigur 5 íbúð 101
300 Akranes
123.7 m2
Hæð
514
500 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin