Nýtt í sölu, Hlaðhamrar 48, í Hamrahverfi Grafarvogs, um er að ræða 170,4 fm raðhús á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum og 25,9 fm bílskúr. Flottur garður og sólskáli.Falleg aðkoma er að húsinu með hita í stéttum, á neðri hæðinni eru forstofa, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. Í opnu alrými er borðstofa og stofa og eldhús innaf því. Á efri hæðinni er eitt herbergi og opið rými sem í dag er nýtt sem skrifstofa.
Til að bóka skoðun og fá nánari upplýsingar setjið ykkur í samband við undirritaðan.
Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is Nánari lýsing:
Neðri hæð.Forstofa: Flísar á gólfum.
Alrými: Opið og bjart alrými þar sem hátt er til lofts. Þar er í dag setustofa, borðstofa og sjónvarpsstofa. Þaðan er útgengt í bakgarð. Parket á gólfi.
Herbergi: Rúmgott "hjónaherbergi" með fataskápum. Parket á gólfi.
Herbergi: ágætt herbergi með fataskápum, parket á gólfi.
Eldhús: "Lokað" eldhús, innaf alrými. Ágæt eldhúsinnrétting. Borðkrókur er í eldhúsi.
Baðherbergi: Baðherbergi með flísum á gólfi. Sturtuklefi og baðkar.
Þvottahús: Þvottahús er innaf baðherbergi.
Efri hæð:Opið rými: Nýtist í dag sem skrifstofa en getur einnig nýst sem sjónvarpsherbergi. Einnig er möguleiki að bæta við 4.herberginu í hluta þessa rýmis.
Herbergi: Rúmgott herbergi með parket á gólfi og fataskáp.
Geymslur: Undir hluta þakrýmis af efri hæðinni er gott geymslupláss,
Sólskáli: Nýlegur sólskáli er innaf alrými og þaðan er útgengt í bakgarðinn.
Garður: Sérstaklega skjólsæll og smekklegur garður sem snýr í suður, með lágreistum gróðri og lítilli grasflöt.
Bílskúr: Bílskúr með rafmagnshurðaopnara. Bílskúrinn er sérstæður og stendur aðeins frá húsinu, en aðgengi að honum er gott.
Þak hefur nýlega verið endurnýjað í raðhúsalengjunni.
Um er að ræða fallegt og mikið endurnýjað skemmtilega hannað fjölskylduhús með fallegum garði og sérstæðum bílskúr.
Þetta er hús sem vert er að skoða á frábærum stað í Hamrahverfi Grafarvogs.
Stutt í skóla og leikskóla og skemmtilegt opið leiksvæði með körfum og sparkvelli.
Til að bóka skoðun og fá nánari upplýsingar setjið ykkur í samband við undirritaðan.
Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is