Fasteignaleitin
Skráð 12. júní 2024
Deila eign
Deila

Hásteinsvegur 24

EinbýlishúsSuðurland/Stokkseyri-825
205.5 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
94.700.000 kr.
Fermetraverð
460.827 kr./m2
Fasteignamat
70.000.000 kr.
Brunabótamat
92.700.000 kr.
Mynd af Hafsteinn Þorvaldsson
Hafsteinn Þorvaldsson
Löggiltur fasteignasali - viðskiptafræðingur
Byggt 1987
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2199643
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Í lagi
Raflagnir
Í lagi
Frárennslislagnir
Í lagi
Gluggar / Gler
Endurnýjað
Þak
Mikið endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallar
Upphitun
Gólfhiti og ofnar
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Eigendur vilja koma á framfæri.
-  Það eru tilbúnar slaufur í herbergjum fyrir gólfhita en ekki tengdar.  
-  Í bílaplani eru tilbúin snjóbræðsla sem hefur aldrei verið tengd.
-  Hiti er í stétt við inngang en þangað rennur affall hússins.
-  Þvottakerfi í bílskúr fylgir ekki með í kaupum.
-  Geymsluloft er í hluta af kraftsperruþaki.
-  Fatageymsla inn af forstofu er teiknað og hannað sem gestasalerni og allar lagnir til staðar til að breyta því til fyrra horfs.
-  Sólbekkir eru málaðir hvítir og loftaþyljur í uppteknu lofti í stofu eru á eldri þyljum.
Gallar
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu: Virkilega snyrtilegt, stórt og rúmgott 5 herbergja einbýlishús 152,8 fm ásamt sambyggðum 52,7 fm bílskúr, samtals 205,5 fm. Húsið er byggt árið 1987 úr timbri, klætt með steni og járn á þaki. Stór sólpallur með skjólgirðingu og heitum potti. Lóð er stílhrein, að mestu drenmól og timburpallar og bílaplan er malbikað og lítið garðhús/skýli. Hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og á undanförnum árum mikið endurnýjað.  

Nánari lýsing.
Forstofa með góðum fataskáp. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu, öll með fataskápum. Sjónvarpshol með vegghengdum sjónvarpsskenk. Bjart og stílhreint eldhús með endurnýjaðri innréttingu. Rúmgóð stofa og borðstofa með uppteknu lofti og gönguhurð út á sólpall. Endurnýjað baðherbergi með innréttingu, upphengt wc, handklæðaofn og sturta með glervegg. Á baðherbergi eru Fibo veggplötur, flísar á gólfi og gönguhurð út á pall. Þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnsluhæð og gönguhurð út á lóð. Innangengt er í rúmgóðan flísalagðan bílskúr með uppteknu lofti og innst í honum er afstúkuð geymsla. Inn af forstofu er gert ráð fyrir gestasalerni og allar lagnir til staðar en í dag er það rými notað sem fataherbergi.
Garðurinn er snyrtilegur og gert er ráð fyrir snjóbræðslu í bílaplani. 

Endurbætur sem gerðar hafa verið á húsinu á undanförnum ca 10 árum eru þær helstar að húsið er nýlega málað að utan og skipt var um járn á þaki ásamt pappa, þakkanti og rennum. Gluggar/gler endurnýjað og gólfhiti fræstur í plötu sem stjórnað er með digitalstýringum. Að innan eru gólfefni að stærstum hluta endurnýjuð, loftaklæðning, eldhús og baðherbergi.

Í alla staði stórt og rúmgott fjölskylduhúsi, á góðum stað sem hefur fengið gott viðhald og endurbætur í gegnum tíðina.

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"   
    
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Háeyrarvellir 8
Bílskúr
Skoða eignina Háeyrarvellir 8
Háeyrarvellir 8
820 Eyrarbakki
200.8 m2
Fjölbýlishús
514
456 þ.kr./m2
91.500.000 kr.
Skoða eignina Bleikjulækur 1
Bílskúr
Skoða eignina Bleikjulækur 1
Bleikjulækur 1
800 Selfoss
162.7 m2
Einbýlishús
414
605 þ.kr./m2
98.500.000 kr.
Skoða eignina LINDAHRAUN 1
Bílskúr
Skoða eignina LINDAHRAUN 1
Lindahraun 1
810 Hveragerði
168 m2
Einbýlishús
413
589 þ.kr./m2
98.900.000 kr.
Skoða eignina Boðavík 15
Bílskúr
Skoða eignina Boðavík 15
Boðavík 15
800 Selfoss
161.7 m2
Raðhús
413
581 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin