Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Vel skipulögð, björt og rúmgóð 126,5 fm. þriggja herbergja íbúð á annarri hæð (efsta hæð), þar af er sér geymsla íbúðarinnar 16,4 fm. Um er að ræða nýlegt lyftu fjölbýli (byggt árið 2018) við Breiðakur 8, 210 Garðabæ. Sér stæði í bílageymslu fylgir með íbúðinni.
Smekklegt og flott fjölbýli með einungis átta íbúðum í húsinu.
Sér þvottahús innan íbúðar, stór stofa, skápar upp í loft og stórar svalir sem snúa til vesturs með mikið og flott útsýni til sjávar og víðar. Innréttingar í eldhúsi, baðherbergi og í svefnherbergjum eru frá HTH og eldhústæki frá AEG.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isNánari lýsing: Forstofa er með flísum á gólfi og hvítum fataskápum. Hægt er að loka forstofu frá alrými íbúðarinnar.
Alrýmið samanstendur af stofu og eldhúsi, harðparket á gólfi. Stofan er rúmgóð, björt og rúmar vel bæði setustofu og borðstofu. Útgengi er þaðan út á stórar svalir með mikið og flott útsýni til sjávar og víðar.
Eldhúsinnrétting er með bæði efri og neðri skápa, gott skápa- og vinnupláss. Lýsing undir efri skápum, eyja sem hægt er að setja við. Innbyggð uppþvottavél og innbyggður kælir með frysti. Bökunarofn er í vinnuhæð. Gluggi í eldhúsi gefur góða birtu inn.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með glugga í tvær áttir og hvíta fataskápa. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergið er einnig mjög rúmgott og með hvítum fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergið er með bæði gólf og veggi flísalagða. Sturtu með innbyggðum blöndunartækjum og gleriþil. Hvít baðinnrétting með handlaug og skúffum þar fyrir neðan. Spegill þar fyrir ofan með lýsingu í. Upphengt salerni, handklæðaofn og útloftun.
Þvottaherbergi er með flísum á gólfi og innréttingu með tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Auk þess er skápur með skolvask og efri skápum þar fyrir ofan. Þá er einnig innrétting þar á móti, hvít. Mjög gott skápa og vinnupláss er í þvottahúsinu.
Sérmerkt stæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu fylgir íbúðinni.
þá fylgir einnig sér 16,4 fm. geymsla, sem staðsett er inn af bílakjallara.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla í sameign hússins.
Góð aðkoma er að húsinu. Vel hirt lóð, tyrfðar flatir, hellulagðar stéttar og hellulögð sameiginleg bílastæði.
Rúmgóð, björt og flott eign í þessu vinsæla hverfi, Akralandi. Stutt er þaðan í alla verslun og þjónustu, leikskóla, grunnskóla og fjölbrautaskóla. Íþróttasvæði og sundlaug er í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar veita:Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali, í síma
661-6056 / gulli@remax.is
Gunnar Sverrir, löggiltur fasteignasali, í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-