** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **
Fjögurra herbergja parhús efst í Húsahverfi í Grafarvogi.
* 3 svefnherbergi
* 2 baðherbergi
* Bílskúr
* Mikið endurnýjuð og vel við haldin eign
* Nýlegur pallurEIGN SEM ER VERT AÐ SKOÐA!
Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / aðstoðarmaður fasteignasala S: 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is
Páll Heiðar Pálsson lgf S: 7754000 palli@palssonfasteignasala.is
****www.palssonfasteignasala.ia****
****www.verdmat.is***** Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 147,8 m2 og þar af er bílskúr 22 m2. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, sólskáli, geymslu og bílskúr.
Nánari lýsing:
Komið er inn í
forstofu með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Tvö fín barnaherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi sem er nýlega endurnýjað. Skipulagi var breytt á þann hátt að gestasalerni og þvottahús var sameinað í stærra baðherbergi með fallegri "walk-in" sturtu. Flísar á gólfi og veggjum að hluta. Vegghengt salerni, nett baðinnrétting og handklæðaofn á vegg. Gólfhiti var settur þegar baðherbergi var endurnýjað.
Þvottahús með góðu skápaplássi og innréttingu þar sem þvottavél og þurrkari er í vinnuhæð. Þvottahús var stækkað á kostnað bílskúrs.
Gengið er niður fjórar tröppur inn í stofu og borðstofu sem myndar fallegt opið rými með eldhúsi.
Eldhús var endurnýjað 2021. Ný falleg hvít innrétting og ný raftæki ásamt blöndunartækjum. Tveir ofnar í vinnuhæð, helluborð, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og lítill vínkælir. Búrskápur og Quartz borðplata. Fyrir ofan eldhús er milliloft sem hægt væri að nýta á ýmsa vegu t.d. sem skrifstofu en er í dag nýtt sem geymsla.
Stofa og borðstofa í einu rými. Virkilega bjart og fallegt rými með góðri lofthæð og útsýni. Parket á gólfi.
Frá stofu er gengið inn í
rúmgott hjónaherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi II er við hjónaherbergi. Flísalagt í hólf og gólf með baðinnréttingu, vegghengdu salerni, baðkari ásamt sturtu.
Frá stofu er gengið niður fjórar tröppur í
sólskála.
Sólskáli er með nýlegum gólfsíðum rennihurðum sem gefur virkilega skemmtilega tengingu við útisvæði. Gólfhiti er í sólskála.
Fyrir framan hús er fallegur pallur sem er alveg afgirtur. Fyrir aftan hús er sömuleiðis nýlegur pallur. Búið er að leggja undirstöður fyrir heitan pott. Bílskúr með rúmgóðu millilofti.Staðsetning eignarinnar er afar góð og barnvæn. Stutt er í alla helstu þjónustu, m.a. skóla, leikskóla og matvöruverslanir.
* Nýtt gólfefni á stofu, eldhúsi og hjónaherbergi árið 2021. 14mm harðparket úr Birgisson.
* Eldhús endurnýjað árið 2021
* Efra baðherbergi og þvottahús endurnýjað 2018/2019
* Húsið var málað að utan árið 2021
* Þak hefur verið endurnýjaðSmelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendur!Nýjustu fréttir af fasteignamarkaðnumGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.