BYR fasteignasala kynnir í einkasölu MIÐVANGUR 18 ÍBÚÐ 201, 700 Egilsstaðir. Fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum (annari og þriðju hæð) miðsvæðis á Egilsstöðum.Stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði, útsýni að Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt, byggt árið 2000. Eigin er á tveimur hæðum, 2. hæð 78.3 m² og 3. hæð 57.2 m², samtals 109.3 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar;
Neðri hæð - 2. hæð: Anddyri, gangur/stigi, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Efri hæð - 3. hæð: Stigapallur/sjónvarp og tvö svefnherbergi.
Nánari lýsing;Neðri hæð:
Anddyri, tvöfaldur fataskápur og fatahengi,
flísar á gólfi.
Gangur/stigi er innan við anddyri, flísar á gólfi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, flísar á gólfi, innbyggð lýsing í stofuhluta, útgengt er frá stofu út á suðursvalir (upphengdur skenkur/sjónvarpsskápur fylgir ekki).
Eldhús, L-laga innrétting, helluborð, háfur, AEG ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu (getur mögulega fylgt).
Hjónaherbergi er með fimmföldum fataskáp, flísar á gólfi, innbyggð lýsing (vegghengd náttborð fylgja ekki).
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar með sturtu, vaskinnrétting frá Brúnás, speglaskápar og salerni, handklæðaofn og gluggi, innbyggð lýsing.
Þvottahús, flísar á gólfi, hækkun fyrir tvær vélar, gluggi, hillur.
Efri hæð:
Stigapallur/sjónvarp, vínilparket á gólfi.
Herbergi I, hjónaherbergi, vínilparket á gólfi.
Herbergi II, vínilparket á gólfi, skápa/skúffuinnrétting.
Miðvangur 18 er fjölbýlishús á þremur hæðum, með 10 íbúðum. Húsið er byggt úr steinsteyptum einingum, þak er klætt bárustáli.
Sér inngangur er íbúðina frá svölum. Sameiginleg lóð er frágengin, sorptunnuskýli.
Í sameign á 1. hæð er sameiginleg geymsla/inntaksrými.
Malbikuð stæði við húsið eru í sameign
. Húsfélag er starfrækt í eigninni.
Lóð er sameiginleg 1851,0 m² leigulóð.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 250-6631.Stærð: 2. hæð Íbúð 78.3 m². 3. hæð Íbúð 57.2 m². Samtals 109.3 m².
Brunabótamat: 52.550.000 kr.
Fasteignamat: 43.900.000 kr
Byggingarár: 2000.
Byggingarefni: Steypa.