Prima fasteignasala kynnir eignina Ofanleiti 10 900 Vestamanneyjar, nánar tiltekið eign merkt 01 fastanúmer 2510726 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi Glæsileg eign með einstöku útsýni á fallegasta stað heimsins í Vestmannaeyjum. Lóðin telur 2.680 m2 samkvæmt FMR.
Heilsárshús í byggingu við Ofanleitisveg 10 í Vestmannaeyjum.
Eignin er 80 fm2og afhendist tilbúin til innréttinga með góðum timburpalli, en hægt er að semja um að fá hana fullbúna, einnig væri hægt að fá hana með svefnlofti..
Eignin verður klædd með lerki sem er viðhaldsfrí klæðning, gluggar og þak verða í dökkgráum lit.
Eignin verður að grunnfleti samtals 80m2 með 26 gráðu tvíhalla þaki (burst þaki) sem hvílir á steinsteyptum undirstöðum.
Eignin verður afhent í notkunarflokki 5, s.s. tilbúinn til innréttingar, Timburpallur verður byggður við eignina. Gluggar verða ál/tré gluggar, dökkgráir að lit. Þak verður dökkgrátt. Húsið verður klædd með lerki, sem er viðartegund sem gránar með aldrinum og þarf ekki að bera á.
Skilalýsing
Bústaðurinn afhendist án gólfefna, innréttinga, flísa innihurða og án hreinlætis og eldhústækja, gólf eru flotuð, milliveggir komnir upp,trégrind, spónaplötur og loks gifsklæðning. Bústaðurinn afhendist með vatnslögnum og affalslögnum, baðherbergi, eldhús kranar og stútar komnir í vegg til að tengja neysluvatn, vaska og niðurföll komin. Hitalagnir í gólf hitastýringarkerfi uppsett og hiti á húsinu, stýrikerfi fylgir ekki. Rafmagnsintak komið og tafla frágengin að hluta. Rafmagnsrör og dósir í veggjum og loftum, samkvæmt teikningum. Ídregið fyrir vinnulýsingu í hverju rými, en án rofa og tengla. Í alrými eru upptekin loft sem gefur rýminu mikið gildi. góð lofthæð í öðrum rímum (niðurtekin loft). Pallur fylgir í vestur út gengið úr forstofu, stofu og svefnherbergi. Lóð ekki frágengin Áætlaður afhendingartími er eftir nánara samkomulagi
Fyrir nánari upplýsingar
Björgvin Þór Rúnarsson
bjorgvin@primafasteignir.is
00354-855-1544
Prima fasteignasala
Suðurlandsbraut 6.
108 Reykjavík
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.