VEL SKIPULÖGÐ 4 TIL 5 HERBERGJA ÍBÚÐ AÐ KLEPPSVEGI 50 105 REYKJAVÍKValhöll fasteignasala Síðumúla 27, Sími: 588-4477 og Snorri Snorrason. Lg.fs. Sími: 895-2115 - snorri@valholl.is, kynna til sölu bjarta og velskipulagða 4-5 herbergja íbúð á 4. hæð með stórum suðursvölum. Útgengi út á svalir frá stofu og hjónaherbergi. Stærð íbúðar er uppgefin 102,4 fm en um 10 fm geymsla í kjallara er utan uppgefinna fermetra, samals því 112,4 fm.
Íbúðin er upprunaleg að innan en ytra byrði hússins verið ágætilega viðhaldið á síðustu árum. Auðvelt er að breyta skipulagi íbúðar. Fasteignamat 2026 er áætlað kr. 72.250.000 NÁNARI LÝSINGForstofa: Skápur/geymsla fyrir yfirhafnir o.fl. Viðarklæðning á einum vegg.
Stofa/ borðstofa; Teppi á gólfum (laust undirlag undir teppi). Stórir og bjartir gluggar til suðurs, útgengi út á stórar góðar suður svalir.
Eldhús: Korkur á gólfi, ljós viðarinnrétting, helluborð ofn og vifta, tengi fyrir þvottavél. Rúmgóður borðkrókur.
Baðherbergi: Flísalagt, hvít hreinlætistæki og baðkar.
Gangur: Teppi á gólfum (laust undirlag undir teppi).
Svefnherbergi 1: Hjónaherbergi, dúkur á gólfi, útgangur út á suðursvalir.
Svefnherbergi 2: Rúmgott herbergi með dúk á gólfi.
Svefnherbergi 3: Lítið herbergi með teppi á gólfi, er hluti af holi á teikningu.
Sérgeymsla: Er í kjallara, um 10 fm að stærð og utan uppgefinnar fermetratölu eignar.
Sameign: Í kjallara hússins er rúmgott þvottahús og þurrkherbergi með sameiginlegum vélbúnaði. Einnig mjög stórt aukaherbergi sem er notað til m.a. húsfunda. Hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð. Stór gróinn garður til suðurs.
Skv eignaskiptasamningi dags. 11.12.1964 er hver íbúð 1/25 í hlutdeild af öllu húsinu 46, 48 og 50 við Kleppsveg í Reykjavík eða 4%.FRAMKVÆMDASAGA SÍÐUSTU ÁR Á VEGUM HÚSFÉLAGS
2021: Skólplagnir myndaðar og fóðraðar í framhaldi. Endurnýjaðar þar sem þurfti.
2018: Dren endurnýjað að framanverðu og endursteypt stétt.
2017-2018: Endurnýjað þak á húsinu, skipt um langflesta glugga og flestar svalahurðir á suðurhlið hússins, stofuglugga og aðrir lagaðir sem metnir voru í lagi. Gluggar norðurhlið yfirfarnir og lagaðir þar sem þurfti.
Húsið yfirfarið að utan, múrviðgerðir á veggjum hússins, timburverk málað. Svalahandrið endurnýjuð og sett gler á þær innanverðar, lagaðar og vatnsvarðar.
Nánari upplýsingar veitir: Snorri Snorrason fasteignasali í síma
895-21157 og í tölvupósti á netfanginu snorri@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati.
Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.