Bogi Molby Pétursson fasteignasali og Lind fasteignasala kynna til sölu: 3ja herbergja endaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. Möguleiki á sólpalli. Húsið hefur verið klætt að utan og íbúðin endurnýjuð að innan. Klæðning húss að utan og gluggar frá 1998. Húsið var að miklu leyti endurnýjað árið 2017 og var íbúðin þá útbúin. Hún var áður hluti af stærri íbúð. frárennsli, neysluvatn, hitakerfi, og ofnar, raflagnir, innréttingar og gólfefni frá þeim tíma. Íbúðin er laus við kaupsamning.
Gengið er inn í íbúðina á vesturgafli hússins. Komið er inn í í stofuna. Úr stofunni er útgangur í bakgarð í suðri. Tvö svefnherbergi með fataskápum. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með innréttingu, walk in sturtu og tengi fyrir þvottavél. Eldhús með hvítri innréttingu og uppþvottavél. Gólfefni parket og flísar. Í sameign er geymsa, þvottahús og hjólageymsla.
Skv eignaskiptasamningi frá 2017. Eignin er þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð stærð 58,5fm. Eigninni fylgja lokaðar svalir 7,8fm. (nú hluti af stofunni) Einnig fylgir eigninni geymsla í kjallara 4,4fm.
Seljendur/Kaupendur mínir fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og vodafone.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Allar upplýsingar um eignina veitir: Bogi Molby Pétursson 6993444 / Molby@fastlind.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900.kr