KRINGLA 2 - LÓÐ 17Um er að ræða 11,8 hektara eignarland í Grímsneshreppi.
Jörðin er staðsett við Sólheimaveg, skammt frá Minniborg.
Búið er að leggja rauðmalarveg að mannvirkjum, ásamt innkeyrsluhliði við lóðarmörk.
Lóðin er öll afgirt. Ræktuð tún til sláttar.
Jörðin er vel gróin og m.a. er búið að gróðusetja aspir, víði, birki og grenitré meðfram vegi og girðingu.
Búið er að steypa sökkul undir hús og framkvæmdir við uppbyggingu eru vel á veg komnar.
Samkvæmt samþykktum teikningum íbúðarhús/bílageymsla/hesthús, samtals 329 fm.
ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINAÝTTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLITMannvirki:40 feta gámur með rafmagni.
Stöðuhýsi á hjólum. (veitt hefur verið stöðuleyfi fyrir því)
Um 30 fm. útihús með rafmagnspotti á palli (er í dag í útleigu). Kalt vatn tengt inn.
Heitt vatn tengt í bæði húsin.
40 fm. geymsla með hárri innkeyrsluhurð sem er í dag nýtt sem bílskúr.
Ýmsir mögleikar í boði, m.a. hentar jörðin mjög vel til hrossaræktar og eins til skógræktar.
Góður reiðvegur liggur frá lóðinni í báðar áttir.
Hægt er að sækja um breytingu á notkun jarðarinnar, t.d. lögbýli og/eða landbúnaðarjörð.
Góð staðsetningin við Sólheimaveg í Grímsnesi.Nánari upplýsingar veita:
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is