** SELD MEÐ FYRIRVARA ** Fasteignasalan TORG og Margrét Rós lgf. kynna í sölu bjarta og rúmgóða 3ja-4ra herbergja íbúð (2. hæð) í góðu fjölbýlishúsi við Hvammabraut í Hafnarfirði. Um er að ræða fallega og vel skipulagða íbúð með stórar svalir til suðvesturs og fallegu útsýni. Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi (voru áður þrjú, auðvelt að breyta til baka) og baðherbergi með þvottaaðstöðu auk sérgeymslu í kjallara. Sameiginleg bílastæði í bílastæðahúsi fyrir Hvammabraut 2-16 er opin öllum íbúum en stæðin eru ómerkt. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is.*** SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Um er að ræða fallega og vel skipulagða íbúð sem hefur verið nýlega endurnýjuð að hluta. Staðsetningin er afar góð á fjölskylduvænum og rólegum stað efst í Hvömmunum. Leikskólinn Hvammur og Öldutúnsskóli eru í göngufæri og Suðurbæjarlaug í næsta nágrenni auk þess sem örstutt er í alla helstu verslun og þjónustu. Góðar almenningssamgöngur eru í nálægð sem og fallegar göngu- og hjólaleiðir um hverfið, en örstutt er í góð útivistarsvæði og óspillta náttúruna til að njóta útiverunnar.
Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 114,7 m2, þarf af er 9,4 m2 geymsla á jarðhæð.Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign hérNánari lýsing:Anddyri/hol: opið rými með fataskáp á hægri hönd og er samliggjandi holi sem tengir saman aðrar vistarverur íbúðar.
Eldhús: hálf-opið bæði við hol og borðstofu/stofu, með fallegri innrétting, góðu skápa- og borðplássi, baksturofn í vinnuhæð, helluborði með háf yfir. Tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél getur fylgt með. Inn af eldhúsi er gert ráð fyrir rúmgóðum borðkrók við glugga, opin við borðstofu.
Stofa/borðstofa: samliggjandi og opin við eldhús og hol. Stórir gluggar meðfram suðvestur hliðinni og þaðan útgengi á stórar svalir. Mikið útsýni til suðurs úr stofu og af svölum.
Svalir: skjólsælar svalir til suðvesturs. Heimild er fyrir yfirbyggingu á svölum í samræmi við fyrirliggjandi teikningar, háð samþykki byggingarfulltrúa.
Hjónaherbergi: stórt og rúmgott með stórum fataskápum sem ná upp í loft.
Svefnherbergi: rúmgott og bjart með fataskáp sem nær upp í loft.
Baðherbergi: með inngengri sturtu, innréttingu við vask, upphengdu salerni, handklæðaofni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara (tæki geta fylgt með).
Gólfefni: Flæðandi harðparket er á anddyri, holi, eldhúsi, borðstofu og stofu, viðarparket í báðum svefnherbergjum og flísar á baðherbergisgólfi.
Í sameign:
Geymsla: sérgeymsla íbúðar er staðsett í sameignarhluta í kjallara og er 9,4 m
2 að stærð.
Þvottaherbergi: sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi á 1. hæð hússins með aðgang að þvottavél.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara með útgengi á lóð.
Bílageymsla: aðgengi að lokuðum bílakjallara með um 20 ómerktum bílastæðum opin öllum íbúum. Einnig er fjöldi bílastæða fyrir utan húsið og tveir rafhleðslustaurar á efra bílastæði með hleðslu fyrir tvo rafbíla hvor.
Eignin er í dag með tvö svefnherbergi en voru áður þrjú. Auðvelt er að bæta þriðja herberginu aftur við þar sem hluti af stofu er í dag. Eins er gert ráð fyrir viðbyggingarmöguleika út á svalir skv byggingarnefndarteikningum, heimilt er að byggja sólskála út á svalir í samræmi við fyrirliggjandi teikningar og gegn samþykki byggingarfulltrúa.
Endurbætur á íbúð að sögn seljanda:- * Eldhúsinnrétting endurnýjuð ásamt eldunartækjum (2018)
- * Endurnýjun innihurða ásamt hurð inn í íbúð (2018)
- * Gólfefni endurnýjuð á anddyri/holi, eldhúsi og stofu/borðstofu með harðparkett (2018-2019)
- * Ofnar endurnýjaður að hluta við glugga í eldhúsi og stofu/borðstofu auk þess sem veggur við svalir var einangraður (2020-2021)
- * Baðherbergi endurnýjað, gólf flísalagt, veggir lagaðir, ný innrétting, vaskur, upphengt salerni, sturtuklefi, blöndunartæki og handklæðaofn (2021)
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@fstorg.isERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉRVILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.