Baldur fasteignasali – Sími 450-0000 kynnir: Glæsilega og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð með
stórkostlegu útsýni,
tveimur baðherbergjum, tvennum svölum og stæði í bílakjallara. Eignin er á tveimur hæðum við Tangabryggju í hinu eftirsótta Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Eignin er samtals skráð 111,40 fermetrar að stærð, þar af er geymsla 7,90 fermetrar. Sérmerkt bílastæði í lokuðu bílahúsi fylgir eigninni auk aðgangs að sameiginlegum bílastæðum við húsið.
Hægt er að kaupa bát með íbúðinni en bátastæði er aðeins rétt fyrir utan húsið. Íbúðin skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og tvö baðherbergi. Einnig eru svalir á báðum hæðum með fallegu útsýni.Nánari lýsing - Neðri hæð: Svefnherbergi: Parketi á gólfi og fataskáp.
Anddyri: Parketi á gólfi og fataskáp.
Stofa/borðstofa: Rúmgott og bjart alrými með mikilli lofthæð. Parket á gólfum. Útgengt á svalir með stórkostlegu útsýni yfir sjóinn.
Eldhús: Í opnu rými með stofu. Dökk Gladstone Oak innrétting með góðu vinnu- og geymsluplássi og innbyggðum ísskápur og uppþvottavél. Eyja með helluborði og skúffum. Háfur yfir helluborði. Eldhúsinnréttingar eru frá GKS og framleiddar af Nobilia í Þýskalandi.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir að hluta. Vegghengt klósett, innrétting með efri skáp við vask og walk-in sturta með sturtugleri.
Efri hæð:Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með fataskáp. Útgengi á svalir.
Svefnherbergi: Rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir að hluta. Vegghengt klósett, innrétting með efri skáp við vask og sturta.
Geymsla: Sérgeymsla í sameign, 7,9 fm.
Bílastæði: Sérmerkt stæði í lokuðu bílahúsi fylgir eigninni með
hleðslustöð fyrir rafbíla.Bátastæði: Hægt er að leigja bátastæði rétt fyrir neðan húsið.
Bygging:Húsið er byggt af
traustum og góðum byggingaraðila: ÞG Verk og er klætt að utan með vönduðum ál- og tréklæðningum sem krefjast lítils viðhalds.
Annað:Möguleiki er á kaupum á bát með eigninni – bátastæði rétt við húsið.
Staðsetning:Einstök staðsetning í rólegu og fallegu sjávarhverfi í Grafarvogi með stutt í alla helstu þjónustu, stofnbraut og fallegar gönguleiðir við sjóinn.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski – löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / Beinn sími: 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasaliNetverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.