Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna einstaklega glæsilega, vandaða og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á eftirsóttum stað á Kársnesinu í Kópavogi. Gengið er inn í íbúðina af fyrstu hæð frá götu að framanverðu, svefnherbergi eru baka til í eigninni og eru þau á annari hæð frá götu. Skipulag eignarinnar er eftirfarandi: Forstofa, alrými sem tengir saman stofu, borðstofu og eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús / geymsla. Skv. HMS er eignin skráð 85,9 fm2.- Sérsmíðaðar innréttingar
- Quartzteinn á borðplötum í eldhúsi og sólbekkjum
- Quartzteinvaskur á baðherbergi
- Innfelld blöndunartæki í eldhúsi og baðherbergi
- Innfelld og óbein lýsing í alrými
- Gólfhiti
Um er að ræða afar fallega eign á vinsælum stað i ört vaxandi hverfi í vesturbæ Kópavogs.
Nánari upplýsingar veitir:Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.isNánari lýsing eignar:Forsofa: Flísar á gólfi og fataskápur.
Alrými: Stofa, borðstofa og eldhús tengjast saman í opnu rými. Fallegur veggur nær yfir allt rýmið, klæddur með hljóðdempandi viðarþiljum, óbein lýsing upp við loft, innfelld lýsing í lofti. Stór gólfsíður gluggi í stofu. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Glæsileg, sérsmíðuð eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi, borðplötur úr Quartzsteini. Bakaraofn í vinnuhæð, niðurfellt spanhelluborð, innbyggður ísskápur með frysti, innbyggð uppþvottavél, innbyggð blöndunartæki. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með stórum fataskáp, sólbekkur úr Quartzsteini, útgengt út á svalir. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi : Rúmgott með fínu skápaplássi. Sólbekkur úr Quartzsteini. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Sérlega glæsilegt, flísalagt hólf í gólf, stórar dökkar flísar á veggjum, sömu flísar á gólfi. Stór sérsmíðuð borðplata með handlaug úr Quartzsteini, skúffur undir vaski, stór hringspegill á vegg fyrir ofan innréttingu, walk in sturta með inbyggðum blöndunartækjum, vegghengt salerni.
Þvottahús/geymsla: Við hlið baðherbergis.
Ath! Samkvæmt skráningu HMS er eignin skráð sem vinnustofa og fæst því ekki hámarkslán hjá lánastofnunum, hvet áhugasama til að hafa samband við lánastofnanir fyrir frekari upplýsingar um lánamöguleika. Húsið var byggt árið 1987, árið 2021 var eignin endurbyggð og innréttuð sem íbúð.Nánari upplýsingar veita:Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.