Fasteignasalan TORG kynnir :
Glæsileg 129,3fm þriggja herbergja íbúð með sérinngangi á 1.hæð með stórum suður svölum í litlu fjögurra íbúða fjölbýlishúsi byggðu 2019. Eignini fylgir tvö sér bílastæði. Eignin skiptist í forstofu, alrými sem saman stendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, útgengt út á 13,9fm suður svalir. Hjónasvíta með sér baðherbergi, gott svefnherbergi, aðalbaðherbergi m/ þvottahúsi inn af og 17,8fm geymslu. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar frá Axis. Aukin lofthæð er í íbúðinni. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.isNÁNARI LÝSING : Forstofa: Komið er inn um sér inngang inn í forstofu með fatahengi, fallegar ljósar 60 x 60 cm flísar á gólfi.
Svefnherbergi: Inn af forstofunni er gengið inn í herbergið sem er með skáp og fallegu viðarparketi frá Birgison á gólfi.
Eldhúsið: mjög glæsilegt og vandað. Innréttingin er í vinkil með stórri eyju. Skápar og skúffur eru úr svartbæsaðri eik og á borðum er vönduð granítborðplata. Efri skápar ná upp í loft og við eyju er setusvæði fyrir barstóla. Stór búrskápur með mikið af innstungum og granít á borði innan skáps er í innréttingunni með stórri harmonikuhurð. Innfelld lýsing er í rýminu. Eyjan er rúmgóð með spanhelluborði frá AEG og fallegri viftu, bakaraofn er frá SIMENES. Innfelld uppþvottavél er við vask og rými er fyrir stóran ísskáp.
Stofa + borðstofa: eru saman í opnu rými með fallegum ljósum 60 x 60 cm flísum á gólfi. Eldhús og stofur eru saman í opnu rými. Útgengt er út á stórar suðursvalir með útsýni.
Hjónasvíta (svefnherbergi + baðherbergi): Gengið er inn í svefnherbergi með fallegu viðarparketi á gólfi og góðum fataskápum frá AXIS. Gluggar eru á herberginu í tvær áttir. Inn af svefnherberginu er sér baðherbergi. Á baðherberginu eru fallegar ljósar 60 x 60 cm flísar á gólfum og tveimur veggjum. Sérlega góð innrétting með miklu skápaplássi er á baðherberginu. Sturta er beint á gólf með glervegg. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Aðalbaðherbergi: er flísalagt með fallegum ljósum 60 x 60 cm flísum á gólfi og flestum flötum veggja. Góð innrétting er undir vaski og opin hilla þar við hliðina. Sturta er beint á gólf með glerlokun. Rennihurð er innst á baðherberginu sem lokar af þvottaherbergið.
Þvottaherbergi: er innaf baðherberginu. Innrétting, flísar og opnanlegur gluggi.
Geymslan : er 17,8fm upphituð og er gengið inn í hana beint frá bílastæðum sem fylgja íbúðinni. Búið er að leggja rafmagn fyrir hleðslustöð við stæðið.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is