STOFN Fasteignasala og Benedikt Ólafsson Lgf. kynna til sölu: Einstaklega fallegt og vandað staðsteypt 275,2 fm. heilsárshús þar af eru 45 fermetra geymslur sem eru óskráðir fermetrar hjá FMR. Eignin stendur á rúmlega 1,5 hektarar eignarlandi sem eru tvö fastanúmer Hraunslóð 4. og 6. Kerhrauni við Grímsnes-og Grafningshrepp, 805 Selfossi. Seljandi ræktaði lóðina með það í huga að nýta báðar lóðir sem eina heild. Hraunslóð 4 er 5000 fm. kalt vatn fylgir lóðinni. Sumarhúsið ber heitið Hlíðarendi sem stendur upp á hæðinni á gamallri malarnámu við Seyðishóla. Búið er að gera að lóðina að ævintýralega fallegri lóð með stórbrotnu útsýni yfir Ingólfsfjall, Búrfell og fjallahringinn í kring. Landið hefur verið ræktað upp frá grunni af eigendum og hafa eigendur gert landið einstaklega sjarmerandi með göngustíga og tjarnir um eignarlandið síðastliðin 21 ár og er aðdáunarvert að sjá hversu fallegt landið er og hvernig húsið fellur vel inn í landið.Aðeins rúmlega klukkustundar akstur frá Reykjavík. Húsið er staðsteypt 2017 og hannað fyrir heilsársnotkun með mikilli áherslu á birtu, tengingu við náttúruna og þægindi. Lóðin Hraunslóð 4 Fastanr. 234-4464 er 5000. fm. stór. Á lóðinni Hraunslóð 6. stendur húsið á 10.155 fm. skráð sem hér segir hjá FMR: Eignin fastanr. 228-8641, (húsið) birt stærð er 214.3 fm., þar af þar af 60 fm. glæsilegt glerhýsi sem nýtist sem borðstofa eða afslöppunarrými með ævintýralega fallegu útsýni í beinu sambandi við náttúruna með stórbrotnu útsýni yfir Ingólfsfjall, Búrfell og fjallahringinn allt um kring, nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Á landinu stendur kúluhús sirka 30 metrum fyrir ofan hús sem reist var árið 2005 og var notað yfir sumar mánuðina á meðan ræktun stóð yfir. Komið heitt og kalt vatn, hiti er í gólfi og wc. við hliðina á húsinu er sturtu og þvottavéla aðstaða, húsið og sturtu aðstaða þarfnast ást og umhyggju vegna ára sinna en allt til staðar ef reisa skal hús eða endurnýja það sem fyrir er. Kyrrð, fegurð og upplifun - Eign með sál – með rótum og framtíð.
*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina* - Einstök fasteign í Grímsnesi - glæsilegt staðsteypt hús með stórum glerflötum - glerhvelfingu og sólríkri verönd - yfirbyggður heitur pottur. Heilsárshús á 1,5 hekt. ræktuðu landi með stórbrotnu útsýni og einstakt næði. Um klukkustund frá höfuðborgarsvæðinu.
- Glerhýsi við tjörnina - athvarf með hita í gólfi og möguleika á fjölbreyttri notkun - hugleiðslurými - yoga - gesthús.
- Fyrrum malar - náma, nú ræktað paradísarland 21 árs ræktunarvinna af ást og alúð.
- Manngerðar tjarnir. Mótað landslag sem andar náttúru.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is.Sumarhúsið ber heitið Hlíðarendi, húsið stendur upp á hæðinni í gamallri malarnámu í við Seyðishóla þar sem búið er að gera að ævintýralega fallega lóð með stórbrotnu útsýni yfir Ingólfsfjall, Búrfell og fjallahringinn í kring. Lóðin, sem áður var malarnáma, hefur verið umbreytt með ræktun og ást í 21 ár. Á landinu eru fjölbreyttur gróður, tvær stórar manngerðar tjarnir og fallegir göngustígar sem gera hverja heimsókn að upplifun. Fallegir göngustígar í gegnum gróið land. Kyrrð, fegurð og upplifun. Eign með sál – með rótum og framtíð. Eignin skiptist í:Fremri forstofu, forstofu, forstofu/ svefnherbergi, eldhús, borðstofa- stofa, sjónvarpsherbergi, (möguleiki á að breyta í svefnherbergi) baðherbergi, hjónaherbergi, svefnherbergi, þvottahús, glerhýsi / stofa / afþreyingaraðstaða. Við húsið er fremri forstofa, þaðan er gengið inn í forstofuna og úr henni er gengið ansnars vegar inn í forstofuherbergi og hins vegar inn í aðalrýmið sem er eldhús, borðstofa, stofa og setustofa. 3 svefnherbergi (möguleiki að gera setustofuna að herbergi), bað og lítið vaskahús.
Nánari lýsing:
Eignin skiptist í 154.3 fm. staðsteypt hús og 60 fm. glerhýsi.Inngangur/ fremri forstofa: með flísum á gólfi Skápur fyrir forhitarar
Forstofa: er með fataskáp og skáp fyrir gólfhitakerfið, flísar á gólfi.
Eldhús: U-löguð innrétting með góð vinnuaðstaða, vönduð eldhústæki, bakarofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél, ísskápur með frysti og klakavél, spanhelluborð gufugleypir. Útgengt á stórann pall sem umlykur húsið. Heitur pottur er við aðalhúsið og Sjón er sögu ríkari, Mjög glæsilegt með rúmgott er
Borðstofa / stofa: er alrými með eldhúsi sem gerir rýmið afar bjart og fallegt, fallegur arinn, útgönguleið á pall sem
Sjónvarps - setustofa: er innaf stofu, mjöguleiki á að breyta í svefnherbergi.
Baðherbergið: Mjög glæsilegt með fallegri innréttingu, speglaskáp með ljósum, mósaík flísar á einum vegg, stór walk in sturta með reyklituðu hertu gleri, upphengt salerni, flísar á gólfi.
Hjónaherbergið er einstaklega fallegt með mikilli lofthæð, mjög góðir fataskápar sem þekur einn vegginn.
Svefnherbergi: er mjög rúmgott með rennihurð hátt til lofts.
Þvottahús: er með góðum skápum þvottavél í vinnuhæð.
Geymslurými: við húsið er 30 fm. með rafmagns bílskúrshurð og gönguhurð og glugga, gólfhiti í helmingnum.
Geymslurými: niður við veg er 15 fm. með rafmagns bílskúrshurð (tilvalið fyrir golfbílinn)
Glerhýsi: reist 2005 notað yfir sumar mánuðina meðan ræktun stóð yfir. ævintýraleg staðsetning með göngustíga lýsingu sem liggja um landið, fjölbreyttur gróður, manngerð tjörn með göngubrú. Glerhýsið við tjörnina - athvarf með hita í gólfi og möguleika á fjölbreyttri notkun - hugleiðslurými - yoga - gesthús. Heitt og kalt vatn, hiti er í gólfi og wc. Komið til ára sinna en allt til staðar ef reisa skal nýtt hús eða endurnýja það sem fyrir er. Við hliðina á Kúluhúsinu er sturtuaðstaða og tengi fyrir þvottavél sturtu aðstaðan þarfnast einnig aðhlynningar.
Hér er kyrrð, fegurð og upplifun - Eign með sál – með rótum og framtíð.Eldhúsinnrétting: IKEA en borðplatan frá Innlifun, baðinnrétting frá Orgus.
Tæki: BOSS span eldavél, gufugleypir frá Ormson, Gorenje ofn, BOSS uppþvottavél og LG ísskápur/frystir með klakavél.
Rafkerfið: KNX og Dali. Tenglar eru frá Berker
Hitaveita: er frá Hitaveitu Hæðarenda, tveir forhitarar eru í húsinu. Einn fyrir húsið og hinn fyrir sólastofuna.
Frístundahúsið ber heitið Hlíðarendi og stendur upp á hæð nærri gamalli malarnámu við Seyðishóla, búið er að rækta landið sem áður var ógróið og gera það ævintýralega fallegt með mikilli ást og alúð í 22 ár. Á landinu eru fjölbreyttur gróður, tvær stórar manngerðar tjarnir og göngustígar sem liggja um landið sem gera hverja heimsókn að upplifun.
Á landinu er
Yfir heitapottinum er kúla með rennihurð
Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi? Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi".Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.