Vel skipulögð 71,3 fm 2ja herbergja íbúð með sérgeymslu og bílastæði í bílakjallara á frábærum stað við Hverfisgötu í hjarta Reykjavíkur. Húsið er byggt 2019 og innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar. Vönduð gólfefni. Góð lofthæð og innbyggð lýsing.** Stofa með útgengi út á svalir
** Eldhús með fallegri innréttingu
** Svefnherbergi með fataskáp
** Baðherbergi með þvottaaðstöðu
** Sérgeymsla og bílastæði í kjallaraBirt stærð eignar samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 71,3 fm, þar af er geymsla 12,3 fm.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorbirna Mýrdal Lgf. í síma 888-1644 eða thorbirna@palssonfasteignasala.iswww.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurEignin skiptist í forstofu, eldhús sem er opið til borðstofu og stofu með útgengi út á svalir, svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. 12,3 fm sérgeymsla er staðsett í sameign og bílastæði í lokuðum bílakjallara. Nánari lýsing á eign:Forstofa er flísalögð með góðum fataskápum. Gengið er inn um
sérinngang af svalagangi.Eldhús er opið til borðstofu og stofu. Stílhrein og vönduð hvít innrétting með steinborðplötu. Innbyggð uppþvottavél. Eyja með spanhelluborði og háf yfir.
Stofan er björt og opin með útgengi út á svalir sem snúa suður. Parket á gólfi.
Rúmgott
svefnherbergi með góðu skápaplássi. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sturta flísalögð og afmörkuð með gleri. Upphengt salerni. Ljós innrétting með steinborðplötu, innfelldum vaski og speglaskáp. Innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Húsið er byggt árið 2019, snyrtilegt og vel við haldið.
Sameign er afar snyrtileg með lyftu sem gengur niður í bílageymslu.
Vagna-/hjólageymsla er í sameign auk þess sem eigninni fylgir rúmgóð
sérgeymsla (12,3 fm) með aukinni lofthæð og
merktu stæði í lokaðri bílageymslu.
Frábær staðsetning í miðborg Reykjavíkur þar sem stutt er í verslanir, kaffihús, veitingastaði, menningu og þjónustu. Íbúðin hentar vel fyrir þá sem vilja lifa í hjarta borgarinnar í nútímalegri og vel skipulagðri eign.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.