Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is -
Til sölu - Hafraholt 36 Ísafirði. Fallegt timburhús á tveimur hæðum með rúmgóðum bílskúr.
ATH eignin er laus til afhendingar strax!Á neðri hæð er forstofa, hol, opin stofa og borðstofa, eldhús, þvottahús, baðherbergi og eitt herbergi.
Á efri hæð er setu/sjónvarpsstofa, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Bílskúr 46,3 m² með geymsluherbergi.Nánari lýsing:Forstofa með flísum á gólfi, hiti í gólfi.
Gangur, stór fataskápur þar, parket á gólfi.
Eitt
svefnherbergi á neðri hæð með ágætum fataskáp.
Baðherbergi með sturtu og innréttingu, flísar á gólfi og veggjum, hiti í gólfi.
Opin stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Opið
eldhús er með stórri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð og ofn, parket.
Úr eldhúsi er gengið inn í
þvottahús með innréttingu og þaðan er útgengt út í garð.
Tréstigi upp á milli hæða
Stigapallur og sjónvarpshol, harðparket á gólfum.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi, parket á gólfum.
Útgengt á
suðursvalir úr tveimur herbergja.
Baðherbergi með baðkari, innrétting, hvítlakkaður panill í lofti og á veggjum.
Bílskúr 46,3 m² að stærð, er fullfrágenginn og með geymslu í austurenda.
Bílskúrshurð með fjarstýrðum opnara. Sérinngangur í bílskúr frá baklóð.
Stór garður. Hellulögð stétt framan og aftan við húsið og framan við bílskúr.
Sólpallur með skjólgirðingu á bakhlið og fyrir suðurgaflinn, geymsluskýli á sólpalli.
Þakjárn og þakgluggar endurnýjað 2008