Fasteignaleitin
Opið hús:21. sept. kl 14:00-14:30
Skráð 17. sept. 2024
Deila eign
Deila

Kambahraun 38

EinbýlishúsSuðurland/Hveragerði-810
191.4 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
98.500.000 kr.
Fermetraverð
514.629 kr./m2
Fasteignamat
83.500.000 kr.
Brunabótamat
87.400.000 kr.
Mynd af Aðalsteinn Jón Bergdal
Aðalsteinn Jón Bergdal
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1975
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2210623
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að stærstum hluta
Raflagnir
Nýlegar að stærstum hluta
Frárennslislagnir
Nýlega endurnýjaðar út úr húsi og myndaðar 2020
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta, yfirfarnir og viðgerðir
Þak
Skipt um járn og pappa 2022
Upphitun
Hitaveita og gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Smá leki við 2 opnanleg fög í sólskála, en einungis í miklu roki og rigningu mögulega þrýstingur.
Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna í einkasölu fallegt, mikið endurnýjað einbýlishús á einni hæð með mjög rúmgóðum tvöföldum bílskúr og verðlaunagarði í rólegum botnlanga á einstaklega skjólgóðum stað í Hveragerði. Ný klæðning og þakkantur og 2022 var skipt um járn og pappa á þaki hússins. Baðherbergi og gestasalerni eru nýuppgerð, gluggar, rafmagn og lagnir mikið endurnýjuð. Í sumar var skipt um þakkant á bílskúr og sett falleg innfelld lýsing.  

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.

Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð samkvæmt HMS 191,4 fm og þar af er bílskúr 53,1 fm.

Nánari lýsing:
Forstofa
er rúmgóð með fatahengi og flísar (nýlegar) á gólfi.
Gestasalerni var útbúið 2020 og er með upphengdu salerni og innfelldri lýsingu.
Hol er með parket á gólfi þaðan sem hægt er að ganga inn í opið rými, eldhús og stofur, eða svefnherbergisgang.
Stofa og borðstofa í rúmgóðu rými með parket á gólfi og þaðan opið yfir í sólskála.
Sólskáli er bjartur og skemmtilegur með glugga á þrjá vegu og flísar á gólfi. Opið út á skjólpall með heitum potti. 
Eldhús er endurnýjað að hluta með nýjum glugga og endurnýjuðum neðri hluta innréttingar. Tengi fyrir uppþvottavél og flísar á gólfi og milli skápa.
Búr innaf eldhúsi með góðu geymslurými.
Hjónaherbergi er rúmgott og uppgert með nýjum fataskáp með innbyggðri lýsingu, veggfóðri úr Sérefni og fallegu gólfteppi. Nýtt gler í glugga.
Svefnherbergi II er rúmgott með parket á gólfi. Nýtt gler í glugga.
Svefnherbergi III er rúmgott með parket á gólfi. Nýtt gler í glugga.
Baðherbergi var stækkað og endurnýjað frá grunni 2020. Mjög rúmgóð walk-in sturta og baðkar, upphengt salerni, góð innrétting og innfelld lýsing. Gólfhiti og nýir gluggar.
Þvottahús var endurnýjað 2021 með nýjum innréttingum, neysluvatnslögnum og flísum. Þaðan er útgengt út í "viðbyggingu" og þaðan beint yfir í bílskúr.
Viðbygging er hálfkláruð og komið þak og einangrun í útvegg en nýir eigendur eiga möguleika á að útfæra þennan hluta eftir sínu höfði og mögulega bæta fermetrunum við húsið. 
Bílskúr er tvöfaldur með steypt gólf, niðurföll, tveimur rafdrifnum bílskúrshurðum, flísalagðri geymslu innan bílskúrs og rafmagn, hita og vatni. 

Skemmtileg eign með flotta og mikla möguleika. Gróinn og fallegur garður sem hefur m.a. hlotið viðurkenningu en þar leynast ótal blómstrandi tegundir ásamt ávaxtatrjám, berjarunnum, 2 gróðurhúsum með vínvið og kirsubjeratré og hænsnakofa í bakgarði. 
Mjög stutt í góðar gönguleiðir. Reykjadalurinn og mikil náttúrfegurð í göngufæri og stutt í alla helstu þjónustu, skóla, ýmsa aðra útivist og íþróttir. Sjón er sögu ríkari.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is




 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/06/202255.100.000 kr.80.000.000 kr.191.4 m2417.972 kr.Nei
12/05/202049.450.000 kr.46.000.000 kr.191.4 m2240.334 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2003
53.1 m2
Fasteignanúmer
2210623
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
22.450.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Helluhraun 1
Bílskúr
Skoða eignina Helluhraun 1
Helluhraun 1
810 Hveragerði
174.9 m2
Einbýlishús
423
588 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina VALSHEIÐI 17
Bílskúr
Skoða eignina VALSHEIÐI 17
Valsheiði 17
810 Hveragerði
201.5 m2
Einbýlishús
615
486 þ.kr./m2
97.900.000 kr.
Skoða eignina LAUFSKÓGAR 27
Skoða eignina LAUFSKÓGAR 27
Laufskógar 27
810 Hveragerði
176 m2
Einbýlishús
514
539 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina DALAHRAUN 32
Bílskúr
Skoða eignina DALAHRAUN 32
Dalahraun 32
810 Hveragerði
166.7 m2
Raðhús
413
597 þ.kr./m2
99.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin