BYR fasteignasala kynnir í einkasölu BLEIKSÁRHLÍÐ 17, 735 Eskifjörður. Einbýlishús á einni hæð, fjögur svefnherbergi, útsýni. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er byggt árið 1971 samtals 109.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gangur og þvottahús/geymsla.
Nánari lýsing: Anddyri með flísum á gólfi, fatahengi.
Eldhús, parket á gólfi, innrétting, borðkrókur, helluborð, vifta, ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu (ísskápur fylgir). Innangengt er í þvottahús/geymslu frá eldhúsi.
Stofa, plastparket á gólfi.
Svefnherbergisgangur með fjórum svefnherbergjum, plastparket á gólfi.
Hjónaherbergi, plastparket á gólfi, áttfaldur fataskápur.
Barnaherbergin eru þrjú, plastparket á gólfi, öll án fataskápa.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturta, salerni, vask innrétting og skápar, gluggi.
Þvottahús/geymsla er innaf eldhúsi málað gólf, hillur, stálvaskur í borði, gluggi, útgengt er í bakgarð úr þvottahúsi. Inntök og rafmagnstafla eru í þvottahúsi/geymslu.
Bleiksárhlíð 17 er einbýlishús á einni hæð. Húsið er byggt úr holstein, járn á þaki, timburgluggar og hurðar, þakrennur voru uppsettar sumarið 2024.
Lóð er gróin, steyptur stigi er frá götu að húsi, hellulögn er að inngangi hússins og meðfram húsi að aftanverðu, þvottasnúrur á bakvið hús.
Lóðin er 702,0 m² leigulóð.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 217-0100.Stærð: Íbúð 109.2 m².
Brunabótamat: 50.050.000 kr.
Fasteignamat: 35.450.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 37.000.000 kr.
Byggingarár: 1971.