Fasteignasalan Hvammur 466 1600Kristjánshagi 13 - Glæsileg 4ra herbergja endaraðhúsaíbúð, suður endi með bílskúr í Hagahverfi - stærð 157,5 m²
Húsið er steypt og klætt að utan.Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Forstofa er með harð parketi á gólfi og opnu hengi.
Eldhús, vönduð svört plast lögð innrétting (Nero oak) og eyja með grárri bekkplötu. Vandað helluborð með viftu ofaní. Ísskápur með frysti og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými þar sem ljóst harð parket er á gólfum og innfelld lýsing í loftum. Stórir gólfsíðir gluggar til tveggja átta og tvær gönguhurðar út á verönd. Aukin lofthæð.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með ljósu harð parketi á gólfi og fataskápum. Innfelld lýsing er í loftum. Stærð herbergja er skv. teikningum 8,6 - 10,2 og 14,8 m². Eitt af herbergjunum er skráð sem geymsla á teikningum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, vönduð svört plastlögð innrétting og speglaskápur, upphengt wc, handklæðaofn, rúmgóð walk-in sturta með innfelldum tækjum, opnanlegur gluggi og hurð út á verönd.
Þvottahús er með flísum á gólfi og plastlagðri svarti innréttingu með skolvaska og stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Fellistigi er upp á geymsluloft sem er yfir þvottahúsinu. Gengið er í gegnum þvottahúsið þegar farið er inn í bílskúr.
Bílskúr er skráður skv. teikningum 26,3 m² að stærð. Þar er lakkað gólf, rafdrifin innkeyrsluhurð og gönguhurð. Loft er tekið upp og innst í bílskúrnum er geymsluhilla sem nær um 1,5 meter fram.
Annað- Steypt verönd með steyptum skjólveggjum er með allri austurhlið hússins og hluta af suðurhliðinni.
- Steypt verönd er fyrir framan. Steypt stétt á suðurhliðinni tengir verandir saman.
- Heitur og kaldur pottur eru veröndinni að austan.
- Snjóbræðslukerfi er í öllum steyptum stéttum og bílaplani, lokað kerfi.
- Loftskiptikerfi er í húsinu.
- Aukin lofthæð er í húsinu og innfelld lýsing í helstu rýmum.
- Innréttingar og skápar er plastlagðar, Nero oak og eru frá www.gks.is
- Innihurðar eru yfirfelldar hvítar.
- Eignin er í einkasölu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.