Fasteignaleitin
Skráð 2. maí 2025
Deila eign
Deila

Jöklafold 21

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
150 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
128.900.000 kr.
Fermetraverð
859.333 kr./m2
Fasteignamat
107.900.000 kr.
Brunabótamat
86.950.000 kr.
IF
Irpa Fönn Hlynsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1987
Garður
Fasteignanúmer
2042186
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Svalir
Nei
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir 150m2, 5-6 herb. endaraðhús innst í botnlanga með frábæru útsýni í 112, Reykjavíkurborg.

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Nánari lýsing eignar: Rúmgóð fjölskyldueign, 5-6 herb. endaraðhús innst
í botnlanga með frábæru útsýni og fjölbreyttri aðstöðu.

Forstofa
Björt og rúmgóð flísalögð forstofa með stórum spegilskápum.
Beint innangengt er í bílskúr frá forstofunni, hagnýtt og þægilegt í daglegu lífi.

Þvottahús
Þvottahúsið er með lökkuðu gólfi, góðri innréttingu, vaski og plássi fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Þar við hliðina er einnig búr með nægu rými fyrir frystiskáp eða auka geymslu.

Eldhús
Glæsilegt og smekklegt eldhús með ítalskri Taylor innréttingu sem býður upp á gott vinnupláss.
Marmaraflísar milli skápa.
Úr eldhúsinu er frábært útsýni, fullkomið að byrja daginn með kaffibolla og morgunbirtu.

Stofa og borðstofa
Bjart og opið alrými með nýlegu parketi.
Úr stofunni er útgengt á stóran sólpall í suður, þar sem innbyggður heitur pottur bíður þín, og útsýnið er til fyrirmyndar.

Aukarými í stofu
Sérstakt rými fyrir ofan stofuna með þakglugga, tilvalið sem vinnuaðstaða, sjónvarps- eða leikrými, eða einfaldlega notalegt horn til að njóta friðar.

Baðherbergi
Stílhreint og rúmgott baðherbergi með góðri innréttingu, speglaskápum, upphengdu salerni, stórri sturtu og tveimur vöskum, hannað fyrir fjölskylduna.

Svefnherbergi (4)
Öll herbergin eru með parketi.

Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fataskáp með speglahurðum

Þrjú önnur svefnherbergi: Rúmgóð og hentug fyrir börn, gesti eða sem vinnurými

Bílskúr
Innangengt beint úr forstofu.
Rafdrifin bílskúrshurð og aðgangur að geymslulofti.
Rafbílahleðsla getur fylgt eigninni.

Geymslur
Auk bílskúrs og garðhýsis fylgja tvær aðskildar geymslur í millilofti, fullkomið fyrir þau sem vilja hafa skipulag og nægt pláss.

Utandyra aðstaða
Sólpallar með heitum potti og flísalögðum útiarni, tilvalið fyrir samverustundir eða slökun

Nýleg 13 m² Juliana sólstofa/gróðurhús í garðinum

Garðhýsi og pallar með nægu rými fyrir t.d. hjólhýsi og kerru

Hellulagt/steypt plan með tveimur bílastæðum og snjóbræðslu (hitalögn)

Þetta er einstök eign með fjölbreytta nýtingarmöguleika og miklu
notagildi. Fullkomin fyrir þá sem leita að rúmgóðri fjölskyldueign með
fallegu útsýni, sterku nærumhverfi og stuttu í alla þjónustu – þar á
meðal skóla, leikskóla, strætó og væntanlega Borgarlínu.

Nánari upplýsingar veitir Kaupstaður í síma 454 0000 eða á kaupstadur@kaupstadur.is

Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is

Fyrirvarar:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöfursbás 5C - íb. 502
Bílastæði
Opið hús:10. maí kl 12:00-12:30
Jöfursbás 5C - íb. 502
112 Reykjavík
135.3 m2
Fjölbýlishús
322
1019 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Skoða eignina Laufrimi 37
Opið hús:11. maí kl 15:00-16:00
Skoða eignina Laufrimi 37
Laufrimi 37
112 Reykjavík
136.8 m2
Raðhús
413
870 þ.kr./m2
119.000.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5A - íb. 0306
Bílastæði
Opið hús:10. maí kl 12:00-12:30
Jöfursbás 5A - íb. 0306
112 Reykjavík
118.7 m2
Fjölbýlishús
32
993 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Garðhús 16
Skoða eignina Garðhús 16
Garðhús 16
112 Reykjavík
180 m2
Raðhús
513
694 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin