Fasteignaleitin
Skráð 26. júní 2025
Deila eign
Deila

Leiðhamrar 5

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
195.1 m2
9 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
146.900.000 kr.
Fermetraverð
752.947 kr./m2
Fasteignamat
125.000.000 kr.
Brunabótamat
97.700.000 kr.
Byggt 1991
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2038533
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ekki vitað
Raflagnir
ekki vitað
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
Ekki vitað, telur að það þurfi að skipta út nokkrum glerjum og einum glugga.
Þak
Máling á þaki er í vinnslu.
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Töluvert hefur verið gert fyrir eignina en sumt óklárað, í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignin er seld í því ástandi sem hún er og því bendum við væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun, fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Erling Proppé & Remax kynna: Tveggja íbúða parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og stórum garði á frábærum stað við Leiðhamra 5, Grafarvogi. 

Húsið er í dag innréttað sem tvær 3ja herbergja íbúðir á sitt hvorri hæðinni og svo er bílskúrinn að auki. Auðvelt væri að breyta því tilbaka í eitt íbúðarrými.


Húsið er skráð skv. FMR. 195,1m2, neðri hæð 95m2 ásamt 22,8m2 bílskúr. Efri hæðin sem er talsvert undir súð er skráð 77,3m2 og því er nýtanlegur gólfflötur þar talsvert meiri.

** Fasteignamat næsta árs er kr. 133.800.000,- **


Nánari lýsing:
Anddyri: Nýlega uppgert anddyri með fallegum stórum skápum, bekkur með skúffum og fallegum spegli. Flísar á gólfi og gólfhiti.
Þvottahús: Er inn af anddyri, nýleg innrétting, gott borð- og skápaplass, gólfhiti og gluggi. 

Íbúð á neðri hæð: 
Gengið er inn í íbúð til vinstri úr anddyri. 
Eldhús: Hvít U-innrétting með viðarborðplötu, bakaraofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, keramik-helluborð, gluggar á tvo vegu og góður borðkrókur. 
Stofa: Rúmgóð björt stofa, útgengt út í garð um nýlega viðbyggingu undir svölum með gólfhita sem á eftir að klára. 
Herbergi I: Rúmgott herbergi með góðum skápum 
Herbergi II: Rúmgott herbergi
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, handklæðaofn, innrétting, gólfhiti og gluggi.

Íbúð á efri hæð:
Gengið er inn í íbúð upp fallegan flísalagðan stiga til hægri úr anddyri. 
Alrými: Stórt alrými tengir efri hæðina saman. 
Borðstofa: Góð borðstofa með tveimur þakgluggum, auðvelt væri að bæta hér við herbergi. 
Sjónvarpsstofa: Rúmgóð, útgengt út á stórar sólríkar svalir. Eigninni fylgir ný stór renni svalarhurð og galvaniseraður hringstigi hugsaður af svölum niður í garð. 
Eldhús: Er nýlega uppgert, falleg hvít innrétting, spanhelluborð, bakaraofn í vinnuhæð, granít á borðum, tvennir þakgluggar.
Baðherbergi: Flísalagt, innrétting, þakgluggi, baðkar og sturtuklefi.
Herbergi I: Er mjög rúmgott með skápum, aðgengi um lúgu upp á kalt geymsluloft.
Herbergi II: Er mjög rúmgott.

Falleg aðkoma að húsinu, hellulagt bílaplan með snjóbræðslu að hluta til. Nýlegur skjólveggur með fallegri lýsingu umhverfis húsið með stóru og góðu tvöföldu hliði út á bílaplan, blómabeð úr fallegum hleðslusteini, búið er að efnisskipta allri lóðinni og koma fyrir flottum rafmagnsheitapotti.

Framkvæmdir: 
Nýlega uppsettur skjólveggur umhverfis lóðina með fallegri lýsingu. 2024
Hlaðið blómabeð við hlið hans. 2024
Öll lóðin er nýlega efnisskipt. 2024
Rafmagnspottur uppsettur, efnisskipt og hellulagt undir potti með rafmagnstenginu. 2024 
Viðbygging undir svölum með gólfhita, á eftir að klára. 2025
Eldhús á efri hæð endurnýjað 2021
Forstofa endurnýjuð 2022
Stigi endurnýjaður 2023
Verið er að mála þakið 2025 

Eigninni fylgir:
Stór rennihurð - óuppsett. 
Galvaniseraður hringstigi sem er hugsaður á svalir og niður í garð - óuppsettur. 
Flottur grohe vaskur sem var hugsaður á nýja borðplötu í eldhúsi á neðri hæð - óuppsettur. 

Niðurlag: 
Um er að ræða frábært tækifæri til að eignast sérbýli með tveimur 3ja herbergja íbúðum á frábærum stað í Hamrahverfinu, Grafarvogi. Hamrahverfið er lítið lokað hverfi með einum inngangi, stutt í skóla og leiksskóla ásamt allri helstu þjónustu. 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við: 
Erling Proppé lgf.  // 690-1300 //  erling@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignin er seld í því ástandi sem hún er og því bendum við væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun, fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/09/2024120.750.000 kr.40.000.000 kr.195.1 m2205.023 kr.Nei
13/10/202073.950.000 kr.75.500.000 kr.195.1 m2386.981 kr.
02/09/201649.450.000 kr.53.800.000 kr.195.1 m2275.756 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX
http://www.remax.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Baughús 14
Bílskúr
Skoða eignina Baughús 14
Baughús 14
112 Reykjavík
228.2 m2
Einbýlishús
714
657 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Garðhús 24
Skoða eignina Garðhús 24
Garðhús 24
112 Reykjavík
234 m2
Raðhús
624
662 þ.kr./m2
155.000.000 kr.
Skoða eignina Dverghamrar 22
3D Sýn
Opið hús:07. júlí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Dverghamrar 22
Dverghamrar 22
112 Reykjavík
164.5 m2
Parhús
433
972 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Viðarrimi 11
Skoða eignina Viðarrimi 11
Viðarrimi 11
112 Reykjavík
163.1 m2
Einbýlishús
614
882 þ.kr./m2
143.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin