Hraunhamar fasteignasla kynnir nýlega og fallega þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sér inngangi við Hraunskarð 6 vel staðsett í Skarðshlíðarhverfinu í Hafnarfirði. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni og aðeins sex íbúðir í húsinu.Eignin er skrá 80,7 fermetrar skv.HMS. Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi, borðstofa, baðherbergi, þvottahús og svalir.
Lýsing eignarinnar: Góð forstofa.
Hol og þar eru fataskápar en einnig góðir geymsluskápar.
Fallegt svefnherbergi með fataskápum.
Fínt barnaherbergi með fataskápum.
Björt stofa og borðstofa og þaðan er utangegnt út á suður-svalir.
Eldhús með smekklegri innréttingu, eyja í eldhúsi sem hægt er að sitja við.
Flísalagt baðherbergi með innréttingu, upphengt salerni, handklæðaofn.
Húsið var byggt 2021. Þetta er falleg eign sem nýtist vel. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í s.698-2603 eða hlynur@hraunhamar.is og
Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali í s.659-0510 eða glodis@hraunhamar.isSkoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat fyrir þína eign.