Háborg og Jórunn lögg.fasteignasali kynna í einkasölu Maríugötu 1 Garðab., íbúð 205 stór 2ja herbergja endaíbúð, stærð fm 74,5. Íbúðinni fylgir stór afgirtur pallur og svalir sem gengið er út á úr alrými.
Íbúðin er á 2.hæð en gengið beint inn af bílaplani að norðanveðru. Geymsla fylgir íbúðinni á 1.hæð.Nánari lýsing: Þegar komið er inn í íbúðina er opin forstofa inn í hol. Í forstofu eru góðir fataskápar. Hjónaherbergið er mjög rúmgott og bjart með góðum fataskápum. Baðherbergið er rúmgott og með glugga. Á baði er góð snyrtiaðstaða, sturta gengið beint inni, skápur undir handlaug og spegill fyrir ofan. Einnig er á baði aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Eldhúsið er með góðri innréttingu með dökkum neðri skápum og endar eru dökkir, en hvítir efri skápar. Úr stofu er útgengt út á sérafnotaflötur eftir endilangri íbúðinni. Sérafnotaflöturinn er afgirtur og hellulagður. Möguleiki á heitum potti. Einnig eru 7 fm svalir. Stofan er björt og rúmgóð með gólfsíðum gluggum. Á gólfum er parket fyrir utan baðherbergið sem er flísalagt.
Samgöngur: framkvæmdir eru hafnar að tengingu við flóttamannaleið sem verður opnuð í júní 2026, sem bætir aðgengi fyrir golf áhugamanna að golfvellinum Odda.
Styttir leið á golfvöllinn og tengir Hafnarfjörð líka við Urriðaholtið.
Fasteignamat eignar næsta ár er kr. 70.400.000-Pantið skoðun, Jórunn lögg.fasteignasali i síma 8458958 eða jorunn@haborg.is. Gætum sýnt samdægurs. Húsið:Húsbyggjandi: Breiðahvarf ehf
Aðalhönnuður: Úti inni arkitektar: Baldur Svarvarsson
Verkfræðihönnun: Víðsjá
Raflagnahönnun: Lumex: Helgi Eiríksson
Maríugata 1. Er stórglæsilegt og einstaklega flott hannað 24 ibúða fjölbýlishús á sex hæðum.
* Vandaðar eldhús innréttingar frá JKE innréttingum, hvítur svefnherbergisskápur og eldhúsið með svörtum efri skápum og dökkri viðaráferð.
* Span helluborð og vifta. Blásturbakarasofn allt frá AEG, vifta
* Blöndunartækin eru frá viðurkenndum framleiðanda
* Úti Inni arkitektar sér um alla hönnun á húsi
Húsfélag: Í húsinu er virkt húsfélag með Maríugötu 1-3. Mánaðargjaldið er kr 19.320.-. Engar yfirstandandi eða væntanlegar framkvæmdir á vegum húsfélagsins.
Staðsetning: Húsið er vel staðsett nálægt Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvirkjum.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg.fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@haborg.is