Fasteignaleitin
Skráð 19. júlí 2025
Deila eign
Deila

Vogaland 3

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
265.6 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
239.900.000 kr.
Fermetraverð
903.238 kr./m2
Fasteignamat
171.000.000 kr.
Brunabótamat
94.350.000 kr.
SG
Svan G Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Eignir í sölu
Byggt 1972
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2038267
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer íbúðar
10201
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Svalir
1
Lóð
100.00
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir: Glæsilega hannað einbýlishús á stórri og fallegri lóð í Fossvogsdalnum. Eignin er 265,6 fm og er skráð á tvö fastanúmer en á efri hæð eru stofur, eldhús, baðherbergi, 3 herbergi en á neðri hæð er herbergi, snyrting, bílskúr þvottahús og sér 2ja herbergja íbúð. Stór og mikill garður á baklóð með sólpöllum og heitum potti. Húsið er teiknað af Guðmundi Kristni Guðmundssyni arkitekt sem teiknaði meðal annars Borgarleikhúsið og Seðlabankahúsið við Kalkofnsveg. Garðurinn er hannaður af Birni Jóhannssyni landslagsarkitek. Um er að ræða sannkallaða hönnunarperlu. Bókið einkaskoðun hjá Svan Gunnari í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Inngangur er á neðri hæðinni í rúmgott hol, gengið er um hringstiga í miðju húsi upp á efri hæð og einkennir stiginn báðar hæðir hússins. Við taka sjónvarpsstofa, setustofa með arni og borðstofa. Svalir eru út frá setustofu. Eldhús með upprunalegri innréttingu og tækjum snýr að baklóð og er aðgengilegt bæði frá borðstofu og gangi. Baðherbergi er endurnýjað og er þar sturtuklefi með glerlokun, upphengt salerni, innrétting með vask. Baðherbergið er flísalagt að hluta. Hjónaherbergi með fataskápum og útgengi út svalir. Tvö önnur herbergi hafa verið sameinuð í eitt stórt og eru þar fataskápar. Útgeng er frá gangi út í garð á baklóð. Neðri hæð skiptist í herbergi, snyrtingu sem er flísalögð að hluta, innrétting með vaski. Þvottahús með flísum á gólfi, vinnuborð með vask, sturtuklefi í horni þvottahússins. Útengt er úr þvottahúsi út á lóð. Bílskúr er notaður sem herbergi/tómstundarrými aðgengilegur frá þvottahúsi. Sér 2ja herbergja íbúð er aðgengileg frá frá holi og hægt að nýta hana með aðalíbúðinni en hún er einnig með sérinngangi. Hún skiptist í litla forstofu með fataskápum, stofu með stórum gluggum, lítið eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu, svefnherbergi með fataskápum og baðherbergi sem er flísalagt að mestu en þar er upphengt salerni, lítil innrétting með vask og sturtuklefi.


Garðurinn er mjög stór lokaður af með trjágróðri og girðingu. Þar er stór sólpallur, grasflatir og gönguleiðir. Aðgangur að garðinum er einnig frá gangi efri hæðar á pall og tröppur sem liggja niður í garð. Á sólpallinum er rafmagnspottur. Geymsluskúr er á lóðinni og önnur geymsla undir stiga. Sérlega skjólgott er í garðinum.

Aðkoma að húsinu og gönguleiðir báðum megin við húsið er gerðar með stimpilsteypu og er snjóbræðsla í mestum hluta hennar. Þakkantur er úr viðhaldsfríu zink.

Eignin er skráð á tvö fastanúmer sem eru F2038266 skráð stærð 42,8 fm og F2038266 skráð stærð 191,1 fm en um er að ræða gamla skráningu en nýlega er búið að mæla húsið upp og ný óþinglýst skráningartafla liggur fyrir með heildarstærð upp á 265,6 fm. Fasteignamat 2026 verður samtals 191.450.000.

Lóðin er 945 fm að stærð.

Upplýsingablað seljenda um ástand eignarinnar er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.

Hér er um að ræða einstakt hönnunarhús með stórum garði á skjólgóðum stað í Fossvogi.

Nánari upplýsingar veitir Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vogaland 3
Vogaland 3.jpg
Skoða eignina Vogaland 3
Vogaland 3
108 Reykjavík
265.6 m2
Fjölbýlishús
835
903 þ.kr./m2
239.900.000 kr.
Skoða eignina Nesbali 54
Nesbali-44.jpg
Skoða eignina Nesbali 54
Nesbali 54
170 Seltjarnarnes
215 m2
Einbýlishús
72
1093 þ.kr./m2
235.000.000 kr.
Skoða eignina Laufásvegur 43
Skoða eignina Laufásvegur 43
Laufásvegur 43
101 Reykjavík
267.2 m2
Einbýlishús
1135
894 þ.kr./m2
239.000.000 kr.
Skoða eignina Nesbali 54
Nesbali-44.jpg
Skoða eignina Nesbali 54
Nesbali 54
170 Seltjarnarnes
215 m2
Einbýlishús
72
1093 þ.kr./m2
235.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin