Fasteignaleitin
Skráð 2. mars 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf

EinbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
329 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
369.000.000 kr.
Fermetraverð
1.121.581 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
802210224
Húsgerð
Einbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Stórar verandir með glæsilegu útsýni
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
GLÆSILEG LÚXUSVILLA Í FYRSTU LÍNU Á FRÁBÆRUM GOLFVELLI

Glæsileg og vel hönnuð ný  einbýlishús á einni hæð ásamt bílakjallara fyrir tvo bíla. Örstutt göngufæri í glæsilegt klúbbhúsið á Las Colinas golfvellinum, æfingasvæðið og fyrsta teig. Stór einkagarður með einkasundlaug.  Las Colinas golfvallasvæðið hefur verið valið besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Frábær staðsetning alveg við golfvöllinn. Um 1 klst. akstur suður af Alicante. Las Colinas svæðinu verður best lýst með orðunum "A World Apart"

Allar upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is, Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is GSM 0034 615 112 869 og Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, GSM 00354 777 4277. karl@spanareignir.is


GOTT SKIPULAG:  rúmgóð svefnherbergis svíta með sérbaðherbergi og auk þess tvö svefnherbergi til viðbótar og tvö baðherbergi. Rúmgóð og björt stofa, eldhús opið við borðstofu, allt á einni hæð. Alrýmin eru í mjög góðri tengingu við veröndina, sundlaugina og garðinn og þaðan er frábært útsýni yfir á golfvöllinn sem er beint fyrir framan. Góð sólbaðsaðstaða við sundlaugina á móti suðri. Aðstaðan gerist ekki betri.
Kjallari er undir húsinu, þar sem gert er ráð fyrir bílskúr fyrir tvo bíla og aukarými sem nýta mætti sem sér gestasvítu með sér baði, vínkjallara, tómstundir, vinnuaðstöðu eða annað.
Einnig er aðstaða til að geyma golfbílinn alveg við golfvöllinn.
Þessi hús eru með því flottara sem við höfum séð á Las Colinas.
Við hönnun húsanna hefur verið tekið tillit til umhverfis og orkusparnaðar sem eykur gæði þeirra og gerir húsin hagstæðari í rekstri til lengri tíma.
Húsin eru í byggingu, þannig að hægt er að ráða lokafrágangi.

Einstakt gróið umhverfi, með Las Colinas golfvöllinn rétt við þröskuldinn. Skemmtilegar göngu- og skokkleiðir og ca. 10 mín akstur á Campoamor ströndina.
Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum, og einnig að einkastrandklúbb á Campoamor ströndinni. Glæsileg líkamsræktarstöð og sundlaugargarður er inni á svæðinu og auk þess tennis völlur ofl. Algjör lúxus fyrir vandláta.

Örstutt göngufæri í Las Colinas klúbbhúsið, þar sem eru glæsilegir veitingastaðir og fallegt umhverfi.
Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni auk Las Colinas golvallarins, t.d. La Finca,  Las Ramblas, Campoamor og Villamartin.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Campoamor þar sem íbúar Las Colinas hafa aðgang að einkastrandklúbb. Ca. 10-15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Hér er um að ræða glæsilega eign á góðum stað fyrir fólk sem vill njóta lífsins, spila golf og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum í fallegu umhverfi.

Verð 2.550.000 evrur (369.000.000ISK, miðað við gengi 1Evra=145 ISK.) + kostn. við kaupin.

AÐEINS ÖRFÁ HÚS Í BOÐI. TILBÚIN TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.
EIN BESTA STAÐSETNINGIN Á LAS COLINAS GOLF SVÆÐINU

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Bein kaup frá  traustum og öruggum byggingaraðila.

Hægt er að fá húsin afhent fullbúin húsgögnum, ljósum og rafmagnstækjum gegn aukagjaldi.
Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca.13%.

Eiginleikar: golf, sér garður, einkasundlaug, air con, bílakjallari, BBQ,
Svæði: Costa Blanca, Las Colinas,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
802210224
Fasteignanúmer
802210224

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Haukanes 6
Bílskúr
Skoða eignina Haukanes 6
Haukanes 6
210 Garðabær
384.5 m2
Einbýlishús
826
884 þ.kr./m2
340.000.000 kr.
Skoða eignina Haukanes 6
Bílskúr
Skoða eignina Haukanes 6
Haukanes 6
210 Garðabær
384.5 m2
Einbýlishús
726
884 þ.kr./m2
340.000.000 kr.
Skoða eignina Örvasalir 18
Bílskúr
Skoða eignina Örvasalir 18
Örvasalir 18
201 Kópavogur
388.2 m2
Einbýlishús
625
969 þ.kr./m2
376.000.000 kr.
Skoða eignina Háahlíð 20
Bílskúr
Skoða eignina Háahlíð 20
Háahlíð 20
105 Reykjavík
304.2 m2
Einbýlishús
725
1151 þ.kr./m2
350.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin