Fasteignaleitin
Skráð 19. apríl 2025
Deila eign
Deila

Skíðabraut 7 íbúð 101

ParhúsNorðurland/Dalvík-620
82.7 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
26.900.000 kr.
Fermetraverð
325.272 kr./m2
Fasteignamat
23.950.000 kr.
Brunabótamat
36.050.000 kr.
Mynd af Sigurður H. Þrastarson
Sigurður H. Þrastarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1930
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2155182
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Hefur verið endurnýjað að hluta
Raflagnir
Ný heimtaug og tafla
Frárennslislagnir
Óvitað
Gluggar / Gler
Hefur verið endurnýjað, í kringum 2013
Þak
Sjá eignaskiptayfirlýsingu
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Á ekki við
Lóð
42,31
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Skíðabraut 7B / Jónínubúð á Dalvík - Virkilega skemmtileg íbúð á góðum stað á Dalvík í bæjarjaðri við fuglafriðlandið.
Stutt frá ströndinni, öllum helstu útivistarleiðum og sundlaug, skóla og annarri þjónustu.

** Sjón er sögu ríkari **

Frekari upplýsingar veitir Sigurður H. Þrastarson - siggithrastar@kaupa.is - kaupa@kaupa.is - s: 888-6661


Húsið er með skráð byggingarár 1930. Núverandi eigendur keyptu eignina árið 2011 og fóru þá í miklar endurbætur. 

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, stáss stofa, svefnherbergi, snyrtingu og baðherbergi.

Forstofa er með flísum á gólfi. 
Eldhús, handsmíðuð innrétting af eigendum, klædd með bandsöguðu Birki úr Heiðmörk og flísar á gólfi. Eldhúsborð og bekkir er einnig smíðað af eigendum með efni úr þakinu á gamla leikhúsinu á Dalvík. 
Stofa og stáss stofa eru saman í hálfopnu rými, úr stáss stofu er gott útsýni út á fuglafriðlandið.  
Svefnherbergi er ágætlega rúmgott. Möguleiki er útbúa annað herbergi er innaf stofu.
Baðherbergi er með epoxy efni á gólfi, handlaug og sturtu með skilrúmi úr rekaviði. Tengi er inni á baðherberginu fyrir þvottavél. Hurð er út af baðherberginu á verönd sem er með heitum potti/skel.
Lítil snyrting er við hliðina á baðherberginu með flísum á gólfi. 

Á baklóðinni er verönd, bæði úr rekaviði og hellum og með heitum potti - Útsýni úr pottinum yfir Flæðurnar, fuglafriðland Svarfdæla.

Við endurbætur á eigninni fengu margir hlutir nýtt líf,  flutt voru á staðinn um 4,5 tonn af rekaviði frá Skagaströnd, fengið heillegt efni úr kaupfélagshúsinu á Dalvík þegar þar var unnið að þakframkvæmdum og afgangsflísar frá flísabúðum. Þá var efni í innréttingar keypt í Efnissölunni og klæðning á eldhúsinnréttingu hjá skógræktinni í Heiðmörk. 

Hluti af húsbúnaði getur fylgt með við sölu eignar eftir samkomulagi.
Möguleiki á ljósleiðara er til staðar.
Verið er að leggja nýja heimtaug og rafmagnstöflu í húsið. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
640
83
27,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin