ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Leirdalur 2B, birt stærð 85.2 fm. Glæsilegt, steypt og vel skipulagt 3-4 herbergja raðhús.
Nánari upplýsingar veitir: Elín Frímanns Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is*** Sérsmíðaðar innréttingar
*** Kvarts steinn á eldhús- og baðinnréttingu
*** Upptekin loft í alrými eignarinnar
*** Innihurðar og parket frá Parka
*** Innbyggð tæki í eldhúsi frá Bosch ásamt span eldavél og bakarofni frá Bosch
*** 2 -3 svefnherbergi, geymsla hefur verið nýtt sem þriðja herbergið.
*** Veggir uppsettir á stálgrind, krossviður og gifs
*** Gólfhiti er í húsinu.
*** Sólpallur út frá stofu og gert ráð fyrir heitum potti
*** Steypt bílaplan með snjóbræðsluLýsing eignar:Komið er inn í flísalagða
forstofu, hvítir sérsmíðaðir skápar og flísar á gólfi. Forstofu hurð.
Forstofu-
svefnherbergi rúmgott með harðparketi frá Parka og sérsmíðuðum skáp
Baðherbergið er með flísum á gólfi og ítölskum flísum á veggjum, sérsmíðuð innrétting með undirlímdum vask á kvarts steinplötu, upphengdu salerni, sérsmíðuð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara á baði ásamt glugga og vélrænni loftræstingu í lofti.
Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu og kvarts steinplötu. Span hellurborð og bakarofn frá Bosch, innbyggð tæki sbr ísskáp og uppþvottavél frá Bosch. Háfur frá IKEA. Vélrænt útsog í lofti.
Stofan er opin og björt með innfelldri lýsingu, útgengt á lokaðan afgirtan suður sólpall
Hjónaherbergið er rúmgott með parket á gólfi og sérsmíðuðum skápum.
Geymsla / herbergi er innan íbúðar sem gefur möguleika að nýta sem þriðja svefnherbergið. Sérsmíðaður skápur. Fyrir ofan herbergið er geymsluloft í gegnum fellanlegan stiga.
Vel skipulögð íbúð með sérsmíðuðum innréttingum, steypt bílastæði er fyrir framan hús með snjóbræðslu og steypt ruslaskýli. Gert ráðfyrir hleðslutöð við bílastæði. Aflokaður sólpallur í suður.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.