ATH EIGNIN ER SELD
OG ER ÍFJÁRMÖGNUNARFERLI
Fasteignasalan TORG kynnir: Gott 109.5fm Raðhús á vinsælum stað í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Húsið er staðsett efstu húsaröð í botnlanga með góðum bílastæðum, 3-4 svefnherbergi. 2 baðherbergi.
Eignin er á 2 hæðum með kjallara. Fallegt útsýnis, skjólgóður suður garður. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Stutt í skóla, leikskóla, alla almenna þjónustu og falleg útivistarsvæði í Fossvogi.
Eignin verður sýnd í Opnu húsi 6. febrúar kl.17.00-17.30. Verið velkomin.Allar frekari uppl um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir lgf. í lilja@fstorg.is eða í 663-0464Nánari lýsing: eignin skiptist í jarðhæð, efrihæð og kjallara.Komið er inn í flísalagða forstofu þaðan er gengið inn á aðal hæð hússins sem rúmar eldhús, borðkrók og stofu með út gengi í skjól góðan suður garð. Ágætt útsýni er frá stofu.
Eldhús er með góðri innréttingu með svörtum borðplötum, flísum á milli skápa og stál eldavél með ceramik hellum og bakarofni. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Gólf er flísalagt.
Stofa er rúmgóð með glugga til suðurs og út gengi í skjólgóðan suður garð. Gólf efni er plastparket. Frá stofu er gengið um teppalagðan stiga upp á 2. hæð, þar eru rúmgott hjóna herbergi með fataskáp og 2 minni svefnherbergi annað með fataskáp, gólfefni er plastparket, og baðherbergi .gólfefni er plastparket og flísar á baði.
Baðherbergi er með baðkari með sturtu aðstöðu, innréttingu með handlaug og speglaskápar á vegg. Gólf er flísalagt og veggir að hluta.
Frá forstofu er gengið niður í kjallararými, þar er komið niður í lítið flísalagt hol og inn af því er svefnherbergi með litlum opnanlegum glugga og plastparketi á gólfi og rúmgott þvottahús með innréttingu og góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, vaskur og geymslu pláss. Inn af þvottahúsi er baðherbergi með flísalagðri sturtu í og salerni.
Eigninni fylgir sérmerkt stæði. stutt er í grunn- og leikskóla sem og ýmsa þjónustu ásamt fallegum gönguleiðum.
Allar frekari uppl um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir lgf. í lilja@fstorg.is eða í 663-0464.Að sögn fyrri eiganda eiganda var var húsið sprunguviðgerð, málað og gluggar yfirfarnir 2018, skipt um járn á þaki 2007 og 2021 var þakið málað, skolplagnir og frárennsli endurnýjað 2006-2007.
Eldhús var endurnýjað 2006-2007 ásamt rafmagni í eldhúsi og neysluvatnslögnum í eldhúsi.
Niðurlag: Vel staðsett eign miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, og falleg útivistarsvæði.