Gimli fasteignasala, Ólafur B. Blöndal og Lilja Hrafnberg kynna:
SÉRLEGA VANDAÐ 4RA HERBERGJA ENDARAÐHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ GÓLFHITA OG UPPTEKNUM LOFTUM. EIGNIN SEM ER Í HEILDINA SKRÁÐ 120,7 FM SKIPTIST Í FORSTOFU, ELDHÚS/ STOFU/ BORÐSTOFU SEM FLÆÐA SAMAN Í OPNU ALRÝMI MEÐ ÚTGENGI Á VERÖND, ÞRJÚ SVEFNHERBERGI, BAÐHERBERGI MEÐ ÞVOTTAAÐSTÖÐU OG GEYMSLU. HÚSIÐ AFHENDIST VIÐ KAUPSAMNING, FULLBÚIÐ AÐ UTAN OG AÐ INNAN TILBÚIÐ TIL INNRÉTTINGA (BST.3). LÓÐ ÞÖKULÖGÐ OG BÍLAPLAN FRÁGENGIÐ MEÐ DRENMÖL.Nánari upplýsingar veita: Ólafur B. Blöndal Löggiltur fasteignasali í síma 6900811, olafur@gimli.is og Lilja Hrafnberg Viðskiptafræðingur/Löggiltur fasteignasali, í síma 8206511, lilja@gimli.is NÁNARI LÝSING:Byggingaraðili er Straumar byggingafélag.Húsið er timburhús með steyptum sökklum og gólfplötu. Útveggir eru klæddir að utan með báruáli og standandi olíuborinni furu í innskotum við aðalinngang. Báruál er á þaki og þakkantur er klæddur hvítum furupanil. Gluggar og hurðir eru úr timbri klæddir með áli. Útiljós er í innskoti við aðalinngang og við hurð útí garð. Bílaplan er jafnað og frágengið með drenmöl. Tvö ídráttarrör eru út í garð, t.d fyrir pott og rafmagn. Lagt er ídráttarrör fyrir rafbílahleðslu frá töflu og út fyrir sökkul framan við hús
Að innan eru gólf rykbundin og frágengin í rétta hæð undir endanlegt slitlag. Útveggir, innveggir og allir kantar með gluggum er klæddir með OSB sem innralag og gifsplötum sem ytra lag. Veggir milli íbúða eru klæddir með brunagipsi. Allir veggir eru spartlaðir og grunnaðir. Loft eru klædd með loftaþiljum. Í baðherbergi er loft klætt með rakaþolnugipsi, spartlað og grunnað. Fráveitulagnir innanhús eru fullgerðar og frágengnar frá niðurföllum og þrifatækjum. Neysluvatnslagnir er tengdar við stofninntak, fullgerðar og frágengnar að tækjum. Gólfhitakerfi eru fullgert og frágengið með hitastýringum. Ídráttarrör fyrir raf- og boðlagnir milli taflna og tengidósa eru fullgerðar. Rafmagnstafla er fullgerð m.t.t vinnuljósa og uppsetts rafbúnaðar. Vinnuljós eru tengd í hverju herbergi
Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.