Andri Freyr Halldórsson lgfs. & Hannes Steindórsson með stolti:
Einstaklega fallegt og vel skipulagt parhús með aukaíbúð og bílskúr við Aflakór 15 í Kópavogi.
Eignin býður upp á björt og rúmgóð rými með aukinni lofthæð á efri hæð og stórum svölum/timburpalli með heitum potti. Vel hönnuð og fjölskylduvæn eign á vinsælum stað í Kópavogi.Skráð stærð eignar skv. FMR er 261,4 fm. Eignin skiptist í efri hæð 128,9 fm, neðri hæð 90,0 fm þar af 49,0 fm bílskúr.
*Fasteignamat skv. fmr fyrir árið 2026 er 181.300.000 kr.* *Studio íbúð á neðri hæð með sérinngangi.
*Stór afgirt timburverönd með heitum potti.
*Aukin lofthæð á efri hæð.
*Stór bílskúr.
*Bílastæði fyrir fjóra bíla.
*Falleg og gróin lóð.Neðri hæð:Forstofa og hol með flísum á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
Þvottahús með góðri innréttingu með skolvask, stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Aukaíbúð (studio).Eldhús: stofa og
svefnrými í opnu björtu rými með parket á gólfi. Hvít eldhúsinnrétting með stæði fyrir uppþvottavél og þvottavél.
Baðherbergi: með
Walk-in sturtu, flísum á gólfi, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Vinnuherbergi: eða vinnuaðstaða með flísum á gólfi og hillum.
Efri hæð:Parketlagður stigi, lýsing og birta einkennir stigann. Stofa/borðstofa: í björtu alrými með aukinni lofthæð.
-Útgengt er úr stofunni er út verönd á afgirtan timburpall með heitum potti og geymslu – tilvalið fyrir notalegar stundir utandyra.Eldhús: er bjart og opið með fallegri hvítri innréttingu og eyju sem gefur rýminu aukið notagildi. Parket er á gólfi og rýmið opnast inn í stofu sem myndar skemmtilega heild.
Hjónaherbergi 1: með parket á gólfum og góðum fataskápum skápum.
Svefnherbergi 2: með parket á gólfum og fataskápum,
-Útgengt er út á rúmgóðar svalir með fallegu útsýni.Svefnherbergi 3: með parket á gólfum og fataskápum.
Baðherbergi: er smekklegt með flísum á gólfi og á veggjum. Þar má finna bæði baðkar og
Walk-in sturtu, upphengt salerni og snyrtilega innréttingu.
Bílskúr, 43.4 fm: Rúmgóður með flísalagt gólf, gluggum, heitt og kalt vatn.
Bílastæði fyrir fjóra bíla með hita í plani.Lóð: Fallega gróin og vel hirt lóð með skjólgóðum suðurpalli og heitum potti.
Aflakór 15 er vel staðsett eign í rólegu og vinsælu hverfi í Kópavogi.
Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, verslanir og útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Freyr Halldórsson lögg. fasteignasali / 762-6162 / ANDRI@FASTLIND.IS
Hannes Steindórsson lögg. fasteignasali / 699-5008 / HANNES@FASTLIND.IS*Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og SÝN. Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.